spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Smáranum: Sovic og Þorsteinn G.

Sagt eftir leik í Smáranum: Sovic og Þorsteinn G.

10:34
{mosimage}

Nemanja Sovic var hógvær þrátt fyrir gríðarlega góðan leik gegn Tindastól í gærkvöldi.  Hann vildi ekki gera mikið úr sínu framlagi, “ ég er bara ánægður með að liðið komst í úrslitakeppnina.  Það er mjög mikilvægt að komast í úrslitakeppnina vegna þess hve ungt liðið er og þá reynslu sem þar er að hafa.  Það skiptir ekki öllu hver skoraði mikið eða hirti fráköstinn, það sem skiptir máli er að komast í úrslitakeppnina”. Það var þó ljóst að leikmenn blika leituðu mikið til hans en í hálfleik hafði hann skorað 19 stig en næsti maður á eftir honum var með 6 stig.  “  Þeir voru að leita að mér í dag.  Eins og við erum að  spila á æfingum þá dreifist stigaskorið mun meira heldur en í dag svo ég hef ekki miklar áhyggjur af því”.  Næsta skref fyrir Breiðablik er ekki lítið en þeir mæta KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.  “ Við höfum engu að tapa, þetta verður gaman”

Þorsteinn Gunnlaugsson hefur komið gríðarlega sterkur inn í lið blika eftir að hafa komið á miðju tímabili frá Skallagrím.  Það var þess vegna erfitt fyrir liðið þegar hann fór meiddur útaf strax í fyrsta leikhluta og var fljótlega kominn með hendina í fatla og var vel innpakkaður af góðum hópi manna við bekk Breiðabliks.  “  Þeir halda að viðbeinið sé brotið en það á bara eftir að koma í ljós.  Ég er að fara í myndatöku á eftir (gærkvöldi).  Ég vildi bara klára leikinn með strákunum áður en ég færi”.  Það lítur þess vegna út fyrir að Þorsteinn verði í borgaraklæðnaði þegar Breiðablik mætir KR í úrslitakeppninni “ Ég bara vona það besta en eins og ég sagði ég á eftir að fara í myndatökuna en eins og er þá lítur þetta ekkert alltof vel út”

Gísli Ólafsson
Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -