spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Röstinni

Sagt eftir leik í Röstinni

00:41
{mosimage}

 

(Páll Axel sækir að en Axel Kárason er til varnar) 

 

Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit og mæta Snæfell en Skallagrímsmenn eru komnir í sumarfrí. Það voru því blendnar tilfinningar í gangi þegar Karfan.is náði tali af Páli Axeli hjá Grindavík og Darrell Flake hjá Skallagrím. Páll Axel sagði að nú þýddi lítið að fela sig á bak við einhverja þreytu en Flake vonaðist til þess að leika aftur á Íslandi því hann vildi helst ekki kveðja án þess að taka titil hérlendis.

 

Páll Axel Vilbergsson – Grindavík

 

Þetta var Grindavíkurliðið sem lék frábæran liðsbolta hér í kvöld. Það er bara erfitt að ná sér niður eftir að spila svona skemmtilegan körfubolta. Þetta tekur vissulega bensín af tankinum því við lentum í þremur hörku leikjum hérna gegn Skallagrím en maður er fljótur að jafna sig. Maður vaknar bara í fyrramálið og sjáum þá bara hvernig staðan verður. Það eru allir að spila af krafti núna og það þýðir ekkert að fela sig á bak við einhverja þreytu.

 

Það verður síðan hörku einvígi hjá Keflavík og ÍR og þú ert ekkert kominn í undanúrslit fyrir einhverja slysni. Liðin eru bara full sjálfstrausts og núna að veðja upp á einhvern heimavallarrétt er bara ekkert hægt.

 

Darrell Flake – Skallagrímur

 

Við töldum okkur tilbúna í seríuna en þetta hafðist ekki hjá okkur að þessu sinni. Þessa leiktíðina gengu hlutirnir ekki nægilega vel upp hjá okkur og margir okkar manna voru lengi vel að glíma við meiðsli. Það er erfitt að loksins ná öllu liðinu saman og láta það spila vel þegar komið er í úrslitakeppnina eftir svona tímabil.

 

Sjálfur hef ég þurft að eiga við meiðsli í vetur en frá og með deginum í dag er ég kominn í hvíld og ætla á næstu mánuðum að ná mér góðum. Vissulega er ég svekktur yfir því að við skyldum vera slegnir út en það eru góðar líkur á því að ég leiki hér áfram. Við skulum bara sjá til. Ég get eiginlega ekki sagt skilið við Ísland til frambúðar án þess að taka titil hér á landi, helst Íslandsmeistaratitilinn eða bikarinn eða bara hvaða bikar sem er. Ef ég kem aftur að spila hérlendis á næstu leiktíð vona ég að mér takist að ná þessu marki.

 

{mosimage}

(Kemur Flake aftur á klakann?)

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -