spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Keflavík: Margrét Kara og Bryndís

Sagt eftir leik í Keflavík: Margrét Kara og Bryndís

 
Karfan.is ræddi við þær Bryndísi Guðmundsdóttur leikmann Keflavíkur og Margréti Köru Sturludóttur leikmann KR eftir viðureign liðanna í kvöld þar sem Keflavík tók 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi liðanna. Margrét Kara var að leika sinn fyrsta leik í rimmunni í kvöld eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann.
Margrét Kara Sturludóttir: Var að ströggla alveg eins og hinar í fyrri hálfleik
 
Margrét Kara Sturludóttir kom til baka í lið KR eftir tveggja leikja bann og lét ekki sitt eftir liggja. Margrét var með 19 stig í leiknum og 6 fráköst en það dugði ekki til því KR tapaði leiknum með 12 stigum og þurfa því að vinna næstu tvo leiki til að fá að spila um titilinn stóra.
Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og byrjaði KR leikinn á 8 stigum gegn engu frá Keflavík. Heimaliðið kom þó til baka og voru komnar með 13 stiga forskot í hálfleik.
 
“Við vorum bara að ströggla allan fyrri hálfleik, rétt náum okkur á strik þarna í lok annars leikhluta og vorum allan leikinn að vinna það upp. Þó við komumst þarna í 8-0 þá vorum við ekki á því plani sem okkur var skipað að vera á fyrir leikinn. Við vorum ekki alveg nogu einbeittar og það varð til þess að við vorum að reyna að vinna það upp allan seinni hálfleikinn. Þvílík orka sem fer í þetta og ekkert nema leiðindi”.
 
Mikil leikmannaskipti hafa átt sér stað í herbúðum beggja liða sem hefur vafalaust mikil áhrif á einvígið. Keflavík fékk nýjan leikmann til liðsins kvöldið fyrir leik og KR fékk nýjan leikmann fyrir seinasta leik. Hversu mikil áhrif hafa þessar breytingar á leikinn?
 
“Það hefur alltaf áhrif, það er örugglega voða gaman að koma og horfa á 2 nýja leikmenn en það tekur ekkert viku fyrir lið að slípa sig saman. Við erum margar sem þekkjumst vel og við eigum að vera miklu betri undirúnar en þetta og erum það reynslumiklar að við eigum að geta komið í svona leiki og spilað eins og menn”.
Margrét Kara var að spila fyrsta leikinn í kvöld eftir að hafa tekið út bann í seinustu tveimur leikjum og átti fínan seinni hálfleik en hún var þó ekki fyllilega sátt við sitt framlag.
“Mér líður vel að vera komin í búningin aftur, en ég var að ströggla alveg eins og hinar í fyrri hálfleik og við náðum okkur aðeins á strik í seinni en það var bara ekki nóg í dag”.
 
 
Bryndís Guðmundsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir átti virkilega góðan leik fyrir Keflavík í kvöld og var stigahæst með 18 stig og 5 fráköst. Bryndís kom sterk inn á köflum þegar Keflavík náði góðu áhlaupi að gestina og var að vonum nokkuð ánægð með sitt framlag.
,,Já vissulega, mér fannst bara allt liðið stíga upp. Allir spiluðu góða vörn, við spiluðu saman, en við vorum ekki að spila saman í leik 2. Við létum bara kerfin rúlla og þá small þetta allt saman”.
 
Keflavík fékk nýjan leikmann kvöldi fyrir leik og breytingin á liðinu því mikil. Liðið hefur þurft að þjappa sér vel saman fyrir leikinn?
“Þetta var mikil áfall en við vorum heppnar að það kom nýr maður í hennar stað. Þetta hefði örugglega verið svolítið stress ef við hefðum ekki fengið nýjan útlending. Ég veit eginlega ekkert um hana en ég held að hún hafi fengið símtal tvemur tímum áður en hún þurfti að vera mætt út á flugvöll. Það er fínt að fá æfingu á morgun fyrir næsta leik fyrir Lisu. Hún er hörku team player svo við hefðum ekki getað verið heppnari”.
 
Mynd/ Tomasz Kolodziejski[email protected]  
 
Texti/ Gísli Ólafsson
Fréttir
- Auglýsing -