spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Hólminum - Næsti leikur sá mikilvægasti

Sagt eftir leik í Hólminum – Næsti leikur sá mikilvægasti

Símon B. Hjaltalín tók leikmenn og þjálfara tali í gærkvöldi eftir fyrstu viðureign Snæfells og KR í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna. KR tók 1-0 forystu í einvíginu með sigri í Stykkishólmi.

Finnur Stefánsson – KR
 
,,Þetta var langt frá því að vera áferðafallegasti körfubolti og gerist oft með úrslitakeppnina að þá eru leikir ekki oft fallegir og liðin gera allt til að ná sigrum og um það snýst þetta. Snæfell komu mjög baráttuglaðar í leikinn og við ánægðar með sigurinn. Snæfell hefur verið jafnara í vetur en við meira upp og niður en höfum verið að sýna lit seinni hlutann. Við vorum ósáttar við að tapa leikjum í lokin á deildinni og missa af heimavallarréttinum. Við ætluðum okkur að vinna leikinn sem við gerðum og nú tekur við undirbúningur fyrir okkar heimaleik því næsti leikur er sá miklvægasti.”
 
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – KR
 
,,Við komum sterkar inn í fjórða leikhluta en vorum kannski ekki að spila nægilega vel en karaktersigur þar sem engin stóð sérstaklega uppúr. Við vorum ekki að hitta vel og frákasta vel eins og við töluðum um að gera. Ég held að bæði lið hafi verið að spila vel undir getu og smá spennningur í fyrsta leik og bæði lið komin til að berjast. Við þurfum að fara í frákastaæfingar þar sem við vorum að gefa þeim alltof góða sénsa í fráköstin.”
 
Ingi Þór – Snæfell
 
,,Það var rosaleg barátta í þessum leik og við stóðum okkur gríðalega vel í þessari baráttu en sóknarlega vorum við ekki nógu sterkar og við fengum fullt af tækifærum. Það var lágt skor og það þurfti ekki margar körfur til að taka leikinn yfir en það datt KR megin í dag. Við erum ákveðnar í því miðað við hvernig við spiluðum í dag þá erum við á leið í DHL-höllina á laugardaginn til að vinna. Við vorum ekki nógu gírðaðar og kláruðum ekki sniðskotin okkar, vorum ekki tilbúnar að skjóta skotum sem við fengum í leiknum og ekki tilbúnar að setja niður vítin á ögurstundum.”
 
Hildur Sigurðardóttir – Snæfell
 
,,Þetta var mikil barátta og mikið slegist og þá er kannski ekki mikið skorað en við erum að klikka á fullt af skotum og ef það hefði dottið meira fyrir okkur í dag hefðum við klárað þennan leik. Við byrjuðum leikinn alls ekki ákveðnar og það er auðvelt að komast í sendingar hjá okkur þegar þær eru ragar og linar. Við þurfum algjörlega að hitta úr okkar skotum þrátt fyrir að hafa verið fínar varnarlega í dag en við förum yfir okkar atriði og mætum klárar í næsta leik.”
  
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson
Fréttir
- Auglýsing -