spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Hólminum í gær - Sýndum karakter í lokin

Sagt eftir leik í Hólminum í gær – Sýndum karakter í lokin

Eftir hörkuviðureignir Njarðvíkur og Snæfells náum við tali af aðstandendum liðanna efti leik fjögur þar sem Njarðvík komst í úrslit eftir eins stigs sigur 78-79.
Hildur Björg Kjartansdóttir var að spila gríðalega vel fyrir Snæfell með 22 stig og er að margra mati eitt mesta efni deildarinnar. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var ánægður með stúlkuna en að vonum svekktur með úrslitin. ”Mér fannst munurinn helst liggja í töpuðum boltum hérna í fjórða leikhluta en heilt yfir fannst mér flott barátta í liðinu og alveg endalaust stoltur af Hildi Björgu sem sýndi hérna hver lags leikmaður hún er með 22 stig. Njarðvík fékk að vana tæp 60 stig frá sínum erlendu leikönnum á meðan annar okkar erlendu leikmanna er rétt á pari miðað við hvað hún hefur getað gert, þær eru bara stór partur af þessu. Þetta var erfitt fyrir okkur en fannst við samt eiga að geta unnið þetta.”
 
Lele Hardy var ekkert að slaka á tvennuframlaginu í vetur og skilaði 27 stigum og 23 fráköstum en stalla hennar, Shanae Baker-Brice var einnig með 27 stig. Petrúnella Skúladóttir bætti við 19 mikilvægum stigum. ”Þetta var sveiflukennt og hefði getað farið hvernig sem var en við sýndum karakter í lokin eins og hefur gerst oft hjá okkur í vetur að við höfum lent undir en komið til baka og náð sigrum.” Sagði Petrúnella sem hlakkar til úrslitarimmunar við Hauka. ”Þetta leggst ótrúlega vel í mig og er mjög spennt. Ég býst við jöfnu, hörku einvígi þó þau gerist varla jafnari og þessi við Snæfell, en þetta verður mjög mikil barátta og jafnir leikir.”
 
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari hefur nú farið með Njarðvík í níu leiki gegn Snæfelli í vetur og sigrað átta og allir hafa þeir verið gríðalega jafnir en var sáttur í leikslok. ”Allir leikirnir í einvíginu gátu dottið báðum megin en sem betur fer þá vorum við aðeins sterkari á lokasekúndum og mínútum í þessum leikjum sem sker þá úr um að við förum í úrslitin. Við ætlum okkur að sjálfsögðu ennþá lengra og erum að fara að spila við enn eitt góða liðið sem eru Haukar og búnar að vera á mikilli siglingu og þetta verður bara fjör.”
 
Mun þurfa að treysta meira á framlag Baker og Hardy en ella gegn Haukum ef vélin hikstar eins og í harðbakkann slær líkt og á köflum í dag? ”Nei ég myndi ekki segja það. Ef við erum ekki að spila sem lið þá erum við bara ekkert gott lið, en þegar það er gott flæði á þessu og þær eru að vaða af stað á réttum augnablikum útúr kerfunum þegar liðið er búið að spila saman þá eru þær bestar. En nú erum við að fara að spila við Hauka og klárt að við þurfum að vera að spila gríðalega vel til að sigra þær.”
 
Haukar sópa deildarmeisturum Keflavíkur út 3-0 og hafa verið vaxandi strax í undanúrslitum hvernig líst þér á úrslitaeinvígið? ”Haukar eru allt öðruvísi lið en Snæfell og bæði topplið og nú þurfum við að vera að spila gríðalega vel og förum í að undirbúa okkur fyrir það. Þetta hefur líka breyst mikið með nýjum leikmann hjá þeim og hún hentar þeim mjög vel. En ég er spenntur og við eigum eftir að eiga í fullu tréi við þær en við ætlum okkur að vinna og áttum okkur á því að við þurfum að eiga toppleiki þannig að fjörið heldur áfram.”

Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson 
Viðtöl/ Símon B. Hjaltalín.
Fréttir
- Auglýsing -