spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Hólminum

Sagt eftir leik í Hólminum

07:00
{mosimage}

(Geof Kotila) 

Staðan var tekin á þjálfurum Snæfells og Skallagríms eftir leik liðanna á sunnudag. Snæfell hafði betur í leiknum 85-77 en Símon B. Hjaltalín tók púlsinn á þeim Ken Webb þjálfara Skallagríms og Geoff Kotila þjálfara Snæfells.  

Ken Webb þjálfari Skallagríms.       

Við höfum átt okkar upp og niður sveiflur og svolítið um meiðlsi en erum samt að þrauka svo að núna er bara að berjast í næstu 4 leikjum fyrir úrslitakeppnina og reyna að ná sem hagstæðasta sæti fyrir hana. 

Sp: Næstu leikir framundan? 

KW: Já við eigum Þór heima í hörkuleik væntanlega svo að við verðum að berjast fyrir okkareins og ég sagði og fáum svo Zeko til baka á næstu vikum þannig við verðum að stilla okkur saman.  

Sp: Tilbúinn í úrslitakeppnina?   

KW: Nei alls ekki við eigum þessa 4 leiki eftir og eigum örlítið í land með þann hluta en það kemur að því með nokkurri vinnu. 

Sp: Hvernig litist þér á að mæta Snæfell í úrslitakeppninni? 

KW: Geof Kotila er góður félagi minn og lærifaðir reyndar og hef ég unnið mikið með honum áður svo að það yrði sérstakt og skemmtilegt líka fyrir þennan Vesturlandshluta og það yrðueflaust hörkuleikir en það er langur vegur enn. 

Geof Kotila þjálfari Snæfells.            

Ég er ánægður með sigurinn og held við séum að stefna inná réttar brautir en gerðum okkurerftitt fyrir í 4. leikhluta með því að gefa eftir og halda aftur af okkur af einhverri ástæðu en við fundum leið til sigurs og erum að stefna í rétta átt og eigum nokkra vinnu eftir samt semáður. 

Sp: Er liðið tilbúið í úrslitaleikinn í bikarnum? 

GK: Ekki alveg kannski en við eigum eftir að fara yfir ákveðna hluti og gera okkur klára með æfingum í vikunni. Það er gaman að fara í bikarúrlitaleikinn þú ert að spila fyrir mikið en þetta er allt eða ekkert staða og bæði lið eiga jafna möguleika en við verðum klárir í þann leik. Sp:

Það eru svo 4 leikir eftir í deildinni eitthvað um þá stöðu? 

GK: Þetta verðu bara hörkuslagur um sætin hjá okkur Njarvík og Skallagrím og það verður að mæta tilbúinn í hvern einasta leik annars verða bara menn undir. Ég sá það í kvöld að við eigum að geta unnið alla hérna ágóðum stundum en við eigum eitthvað í land meðvinnu og við vitum vel af því.  

Símon B. Hjaltalín

{mosimage}

(Ken Webb)

Fréttir
- Auglýsing -