spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Hólminum

Sagt eftir leik í Hólminum

11:00
{mosimage}

(Kotila) 

Geof Kotila var yfirvegaður en gríðalega ánægður eftir leik Snæfells og Njarðvíkur í Stykkishólmi í gærkvöld. Hann var ánægður með sína menn og að hafa karakter til að klára einvígið heima þegar honum fannst pressan hafa einmitt hafa verið á Snæfelli að klára dæmið til að þurfa ekki að fara til Njarðvíkur aftur í oddaleik. 

Geof Kotila þjálfari Snæfells sagði í samtali við ritara Karfan.is: 

,,Við vorum að fara í þetta 12-15 stig og þeir komu tilbaka alloft og það er erfitt en þeir eru með reynslugott lið og sigursælt og eru ekki menn sem gefast upp. En mér fannst við spila af mikilli innlifun síðustu 5 mínúturnar og Magni steig mikið upp þar og hann skiptir okkur mjög miklu í svona baráttu sem er erfið við að eiga.” 

Meiri pressa á Njarðvík að klára þetta eða á ykkur? 

,,Mér fannst pressan í dag meiri á okkur að klára núna því hver vill fara aftur til Njarðvíkur og reyna að vinna oddaleikinn sem maður veit ekkert hvernig færi. Mér fannst þeir sakna Friðriks Stefánssonar líka sem kemur ekki af góðu en hann er heilmikill missir fyrir þá sem hver maður sér. Hann er landsliðsmaður og reynslumikill leikmaður og það hlýtur að telja en við eigum langa leið ennþá og við sjáum hvað gerist.” 

Símon B. Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -