spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Hellinum

Sagt eftir leik í Hellinum

 Guðmundir Jónsson átti flottan leik fyrir Þór Þorlákshöfn í óvæntum sigri þeirra á ÍR í kvöld.  Guðmundur skoraði 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í leiknum.  Leikur Þórs í kvöld var mjög góður og ekki vottar fyrir neinum nýliðabrag. “Við vorum svekktir með KR leikinn, okkur fannst við eiga meira skilið úr þeim leik. Við komum bara hingað dýrvitlausir og þegar menn spila með hjartanum þá komast þeir ansi langt. Við vorum bara vitlausir allan leikinn og ætluðum ekkert að fara að gefa þetta frá okkur”.  
 ÍR tókst að minnka muninn verulega í fjórða leikhluta en var Guðmundur farinn að hafa áhyggjur?

“Jú jú það kom svona smá spenna í þetta en ekkert stressaður þannig lagað.  Við erum með góða gaura sem geta klárað þetta á krúsíal mómentum.  Ég var ekkert stressaður”.

Darrin Govens fór á kostum í leiknum og skoraði heil 40 stig, það munar um að vera með svona leikmann í hópnum?

“Hann er rosalega góður.  Hann er snöggur, getur hitt úr skotunum.  Hann er bara akkurat týpan sem okkur vantaði”

Það er stór yfirlýsing frá nýliðum að mæta í Hellinn og tak 2 stig ekki satt?

“Ju engin spurning.  ÍR töpuðu ekki mörgum leikjum á heimvalli í fyrra.  Þetta er mjög sterkur heimavöllur.  Það kemur ekkert lið hingað og býst við að sigra , það er bara þannig.  Þeir þurfa að berjast til seinasta blóðdropa ef þeir ætla að ná sigri hérna og við gerðum það hérna í kvöld og áttum sigurinn skilið”.  

Stefnir Þór hærra en spádómar gefa til kynna?

“Við erum ekkert með í þessu bara til að vera með.  Við komum í hvern einasta leik til að vinna hann og við sjáum til hvert það fleitir okkur.  Ég efast ekkert um það að við verðum ofar en okkur var spáð.  Ég hef fulla trú á þessu liði og ef við spilum eins og við spiluðum í kvöld, og á móti KR reyndar, þá erum við erfiðir”.  

Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, var að vonum vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Þór Þ. í kvöld.  Hver eru þín viðbrögð eftir leikinn?

“Frekar döpur.  Ég var frekar bjartsýnn fyrir leikinn og kannski voru menn full bjartsýnir eftir góðan útisigur í fyrsta leik.  Góðu fréttirnar eru að það eru ennþá 20 leikir eftir af deildinni.  Við snúum þessu við hinu snarasta.  Við þurfum að laga varnarleikinn”.  

Varnarleikur ÍR hefur ekki verið uppá sitt besta í fyrstu tveimur leikjunum en liðið hefur fengið á sig yfir 100 stig í þeim báðum.

“Við leggjumst ekki í meiriháttar depurð yfir því.  Við viljum spila vörn eins og við spiluðum í fjórða leikhluta í dag og héldum þeim í 14 stigum.  Þannig vörn getum við spilað og þannig vörn viljum við spila. Ég ætla að grípa í gamla klisju og segja að menn voru kannski of góðir með sig eftir fyrsta leik.  Vorum ánægður að vinna útleik í fyrsta leik en það hefði verið betra að klára líka heimaleikinn”.  

Gísli Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -