spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Hellinum

Sagt eftir leik í Hellinum

01:01
{mosimage}

 

(Steinar byssubrandur Arason) 

 

ÍR leiðir einvígið 2-0 gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deildar karla eftir frækinn 94-77 sigur í Hellinum (Seljaskóla) í kvöld. Karfan.is ræddi við Steinar Arason, ÍR, og Gunnar Einarsson, Keflavík, í leikslok en Gunnar var ekki par hrifinn af frammistöðu Keflavíkurliðsins á meðan Steinar var töluvert kátari.

 

Steinar Arason (14 stig)

 

Við erum að spila fantabolta allir sem einn og það vita allir sitt hlutverk í liðinu, enginn er eigingjarn, allir að spila saman og leikmaður eins og Nate er ekkert eigingjarn. Hann er að skapa ótrúlega mörg færi fyrir næsta mann í liðinu, það eru bara forréttindi að vera með svona manni í liði. Það er engin spurning, Nate er hershöfðinginn í hópnum. Þetta er maðurinn sem er að leiða okkur áfram í þessum sigrum.

 

Það býr miklu meira í ÍR-liðinu heldur en þetta 7. sæti sem við lentum í í deildinni segir. Við vorum ekkert að sýna í deildinni en svo skiptum við um erlenda leikmenn og Nate smellur inn í myndina að nýju og Sani var ekki lengi að verða kóngurinn í teignum. Hann hefur verið að spila alveg ótrúlega vel og maður er ekkert að deyja úr samviskubiti þó maður missi einn sóknarmann frá sér því maður veit af Sani þarna fyrir aftan.

 

Núna eru allir einbeittir og það eru allir heilir og Jón er lunkinn við að halda okkur á jörðinni eftir svona leiki og núna mætum við bara í Keflavík á föstudag og ætlum okkur sigur þar.

 

{mosimage}

 

Gunnar Einarsson (4 stig)

 

Frammistaða okkar í dag var bara til háborinnar skammar. Við urðum okkur einfaldlega til skammar fyrir framan fólkið sem kom hingað til að styðja okkur. Vorum engan veginn tilbúnir í þennan leik og það sást strax á fyrstu mínútu.

 

Við höfum alla getu til þess að bíta frá okkur í einvíginu og höfum sýnt það í vetur að við vinnum alla þegar við spilum eins og menn. Við erum ekki að gera það í þessari seríu.

 

Ég man ekki eftir að hafa verið í svipaðri stöðu áður, það er allavega langt síðan.

 

[email protected]

 

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -