12:14
{mosimage}
(Sigurður Þorsteinsson eða Ísafjarðartröllið eins og hann er kallaður af Pumasveitinni)
Karfan.is náði tali af Sigurði Þorsteinssyni leikmanni Keflavíkur og Jóni Arnari Ingvarssyni þjálfara ÍR eftir leik í Hellinum í gærkvöldi. Sigurður var uppveðraður og vildi helst leika oddaleikinn núna en Jón vonaði að sínir menn væru ekki búnir að missa trúna á verkefninu.
Sigurður Þorsteinsson
Það þurftu bara allir í þessu liði okkar að stíga upp og það skiptir í raun engu máli hver það er svo framarlega að allir stígi upp og það gerðum við síðustu tveimur leikjum. Við ætlum okkur að komast áfram og það er einfalt að við gerum það þegar við spilum svona. Þetta var bara leti og aumingjaskapur í okkur í fyrstu tveimur leikjunum og ekkert annað.
Þetta er ekkert flókið, við ætlum okkur áfram og ekkert annað. Mér líst frábærlega á oddaleikinn og ég get ekki beðið, ég vil helst spila hann núna strax.
{mosimage}
Jón Arnar Ingvarsson
Að sjálfsögðu var oddaleikurinn eitthvað sem við vildum ekki að kæmi til og ætluðum okkur að klára þetta einvígi sem fyrst. Við erum búnir að spila núna tvo mjög slappa leiki í röð og höfum um leið gefið Keflvíkingum mikið sjálfstraust. Hinsvegar er þetta bara einn leikur á miðvikudag og hann er eins og bikarúrslitaleikur. Við verðum bara að klára þetta þá.
Ég vona að við séum ekki búnir að missa trúna og við þurfum klárlega að gera miklu betur ef við ætlum að vinna gott lið eins og Keflavík. Að sjálfsögðu er ég ósáttur hvernig við erum að bregðast við stífum leik Keflavíkur og þetta er svolítið skrýtið að þeir spili svona stíft og við erum að fá fleiri villur en þeir. Þar spilar líka inn í að við erum ekki alveg að höndla þessa stöðu. Mér finnst halla aðeins á okkur í dómgæslunni en það réði alls ekki úrslitum í þessum leik. Mér finnst mikilvægara að við leysum úr þeim stöðum sem koma upp í leiknum. Við spiluðum ekki okkar leik eins og við þurfum að gera.
Myndir: Snorri Örn Arlandsson og [email protected]



