spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Fjósinu:

Sagt eftir leik í Fjósinu:

23:48

{mosimage}
(Ken Webb vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni á Íslandi í kvöld)

Fréttaritari Karfan.is ræddi við þjálfara og leikmenn liðanna eftir leik Skallagríms og Grindavíkur í kvöld.

Páll Axel Vilbergsson var alls ekki sáttur við að þurfa að fara í oddaleik og sagði í samtali við Karfan.is. ,,Þetta var ekki það sem við ætluðum okkur, við vorum alls ekki að spila vel hérna í kvöld og mættum ekki tilbúnir, meira svona eins skólastrákar eða smábörn að taka ekki einvígið í 2-0 sem er alveg óskiljanlegt. Veit ekki hvort þetta voru einhverjir tæknifeilar eða hvað en mér fannst þetta eitthvað hugarfarslegt og að þetta eru hérna 11 strákar sem æfa körfubolta í Grindavík og komast í liði og verðum bara að mæta.”

Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur var daufur í bragði og sagði. ,,Við mættum ekki stemmdir og spiluðum ekki nógu góða vörn. Að fá 96 stig á sig er bara of mikið. Nú er staðan 1-1 og það er ekkert annað en að hysja upp um sig og klára dæmið heima á fimmtudaginn.”

{mosimage}

Pálmi Þór Sævarsson fyrirliði Skallagríms var sáttur með sína menn og vildi ekki meina að pressan hafi verið þeirra megin. ,,Stórkostlegur sigur og loksins kominn tími á sigur hérna það er svolítið langt síðan síðast. Nú erum við komnir með tilfinninguna aftur og ætlum í Grindavík á fimmtudag að klára þetta.  Ég vill ekki meina að pressan hafi verið hjá okkur. Það voru allir búnir að afskrifa okkur fyrirfram og spá 2-0 fyrir Grindavík þannig að við komum bara slakir inn í þetta og höfðum engu að tapa. Zeko og Pétur stigu upp og svo kláraði vörnin þetta þó við höfum fengið 90 stig á okkur.”

Ken Webb þjálfari Skallagríms var virkilega ánægður með sína stráka og sagði. ,,Fyrst og fremst unnum við og við vorum að gera allskonar hluti í leiknum en fullt af fínum hlutum sem gáfu okkur forskot en þeir eru með gott  lið og góða leikmenn og leikmaður eins og Adam Darboe stígur upp og er erfiður viðureignar. Við gáfum okkur samt alltaf færi á að vinna leikinn og gefa okkur alla fram í að fá tækifæri á að spila oddaleikinn á fimmtudag.”

Símon B. Hjaltalín

Myndir úr síðasta leik: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -