spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Fjárhúsinu

Sagt eftir leik í Fjárhúsinu

14:11
{mosimage}

 

(Sigurður stóð í ljósum logum í Fjárhúsinu í gær) 

 

Karfan.is ræddi við þá Sigurð Þorvaldsson og Adama Darboe eftir leik í Fjárhúsinu í gær. Þeir tveir voru vafalítið sterkustu menn vallarins í eftirminnilegum leik. Sigurður var að vonum hæstánægður í leikslok en Darboe var skiljanlega svekktur en dáðist að baráttuþreki Hólmara.

 

 

 

 

Sigurður Þorvaldsson (37 stig og 7 fráköst) 

 

Þetta var ótrúlegur viðsnúningur hjá okkur, við náðum að jafna og áttum séns á því að vinna leikinn en vorum klaufar. Þá vorum við einnig komnir svo langt að við gátum ekki farið að tapa þessu í framlengingu, það var ekki hægt.

 

KR einvígið frá því í fyrra var alls ekki farið að skjóta upp í kollinum á mér, ég var bara að hugsa um næstu körfu. Ég skal samt viðurkenna það að ég hugsaði í hálfleik, djöfull, erum við að fara að klúðra þessu aftur? Á tíma var ekkert annað í spilunum en að við værum að fara að klúðra þessu aftur og við réðum ekkert við Grindavík í hraðaupphlaupunum þeirra en við náðum einhvern veginn að halda þetta út og vinna.

 

Við verðum bara að aðlaga okkur betur að þessum hröðu leikjum og ég býst nú við því að Keflavík fari í úrslitin þó ég óski gömlu félögunum mínum í ÍR alls hins besta. Þá á ég von á að Keflavík fari áfram og við verðum þá að mæta klárari í það sem við eigum að vera að gera. Ég er virkilega spenntur fyrir framhaldinu og við setjum bara stefnuna á þrennuna og þetta er bara eitt skref í henni.

 

{mosimage}

 

Adama Darboe ( 32 stig, 13 stoðsendingar og 7 fráköst)

 

Mér er nákvæmlega sama hvort ég hafi átt góðan leik eða ekki, ég vildi svo innilega að Grindavík myndi vinna þennan leik. Þetta voru vafalítið einhver mestu vonbrigðin á tímabilinu að ná ekki að vinna þennan fjórða leik.

 

Við féllum í þá gryfju að vera að verja forskotið okkar í stað þess að halda áfram að gera það sem við gerðum fyrstu þrjá leikhlutana. Snæfell lék ótrúlegan fjórða leikhluta og það fór ekki á milli mála að þeir hafa risastórt hjarta. Þeir eru ekki hæfileikaríkasta liðið í deildinni en þeir hafa langstærsta hjartað. Þannig komast þeir svona langt.

 

[email protected]  

 

Fréttir
- Auglýsing -