spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í DHL höllinni: Fannar og Sigurður Þ.

Sagt eftir leik í DHL höllinni: Fannar og Sigurður Þ.

00:37
{mosimage}
(Sigurður Þorsteinsson)

Siguður Þorsteinsson eða ísafjarðartröllið eins og margir þekkja hann þurfti að lúta í lægra fyrir Kr-ingum í DHL höllinni þrátt fyrir góða byrjun.  Sigurður skoraði 17 stig í leiknum og hirti 11 fráköst en það dugði ekki til því KR hafði 28 stiga öruggan sigur en næsti leikur liðana fer fram í Keflavík á þriðjudaginn 25. mars kl 19:15

“Við byrjuðum náttúrulega helvíti vel, datt allt með okkur og svo settu þeir einhverjar tvær þrjár körfur og við bara hættum.  það er bara það eina sem er hægt að segja”.  Keflavík þurfti að berjast við villuvandræði í leiknum og skoruðu aðeins 14 stig af bekknum gegn 49 stigum af bekknum hjá KR, fannst Sigurði það vera breiddin í KR sem landaði sigrinum fyrir þá? “Þeir eru með mikla breidd, þeir mega eiga það.  Þeir voru bara betri en við í dag, það er ekkert flóknara en það”.  Sigurður spilaði rúmlega 30 mínútur í leiknum í dag en sagðist þó ekki vera búinn á því eftir átök kvöldsins “ já og nei, ég er vanur þessu.  Búinn að vera í þessu í allan vetur.  Þetta er ekkert nýtt”.
Sigurðu var ekki margorður um hvað skildi laga fyrir næsta leik gegn KR “ bara laga sóknarleikinn hjá okkur, það er það eina sem klikkaði”

{mosimage}

Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, var að vonum nokkuð sáttur með úrslit leiksins eftir 28 stiga sigur á Keflavík en Fannar skoraði 14 stig sjálfur og hirti 4 fráköst á aðeins 18 mínútum.  Fannar var hins vegar ekki í nokkrum vafa hvað það væri sem hefði gert gæfumuninn í kvöld “ við erum bara með breiðara lið, spiluðum þetta á milljón allan tíman og vorum bara að bíða eftir því hvenær þetta færi að skilja í sundur.  Þeir eru með 6 aðila í kvöld sem eru reyndir en við erum 10.  Þetta skiptir máli í úrslitakeppninni að geta hlaupið á þeim öllum.  Við vorum líka mjög innstiltir á þetta, ekkert panik á okku, vorum rólegir þó þeir hittu úr einu tveimur skotum, þá skipti það engu máli”.  
Það er erfitt verkefni framundan hjá KR að sækja Keflavík heim “ í Keflavík, það er alltaf erfiðir leikir þar.  Við vitum það að við erum að fara í algjöra “ormagryfju” skulum við segja og við eigum bara von á svakalegum leik þar.  Þeir koma náttúrulega snarvitlausir til leiks þá eftir 30 stiga tap og þetta verður bara barátta frá A til Ö.  Ég hlakka bara til!”.
Fannar hefur verið vel bundinn á vinstra hné í seinustu leikjum en Fannar vill þó ekki gera mikið úr meiðslum sínum.  “ Þetta er bara varúðarráðstafanir í rauninni.  Ég bólgna upp við álag eða vökvast hnéið.  Það hafa verið mjög rólega æfingar hjá mér undanfarið þannig að ég er í mjög góðu standi.  Líður helvíti vel og fer að troða fljótlega meira að segja”.  

Fréttir
- Auglýsing -