spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í DHL-Höllinni

Sagt eftir leik í DHL-Höllinni

12:07
{mosimage}

(Brynjar Þ. Björnsson í leik gegn ÍR en KR og ÍR mætast í næstu umferð) 

Karfan.is hitti þá félaga Brynjar Björnsson og Fannar Ólafsson að máli eftir leik Íslandsmeistara KR og Keflavíkur í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í DHL-Höllinni þar sem var mikil stemmning er KR-ingar lönduðu mikilvægum 80-69 sigri og jöfnuðu Keflavík á toppi deildarinnar. Keflvíkingar hafa þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og höfðu þeir báðir, Brynjar og Fannar, það á orði að nú yrði KR að standa sína pligt í von um að Keflavík myndi misstíga sig í næstu leikjum.  

Brynjar:

,,Við fórum bara á sama plan og Keflvíkingar og þegar maður mætir þeim þá verður  maður bara að vera harður. Um leið og þeir lenda undir í leikjum þá fara þeir að spila af mikilli hörku og við urðum bara að vera tilbúnir í það að berja aðeins frá okkur. Nú þurfum við að klára næstu leiki og vona að Keflvíkingar misstígi sig á næstunni og við að klára okkar prógramm og þá erum við í góðum málum. Við teljum okkur nægilega góða til þess að landa deildarmeistaratitlinum,” sagði Brynjar en hvað sér hann í spilunum í næstu leikjum?
,,Ég sé okkur klára okkar leiki og Keflavík tapa nokkrum, það er málið,” svaraði Brynjar sem gerði 11 stig í gær á þeim 22 mínútum sem hann lék í leiknum.   

Fannar:

,,Það gæti ekki hafa verið betra að ná sigri eftir að hafa verið að koma úr meiðslum og ég held að flestir séu búnir að gleyma því að við erum Íslandsmeistarar. Það kemur enginn í okkar hús án þess að fá rassskellingu, við hefðum viljað rassskella Keflavík stærra en settum ekki niður nokkur víti en það skiptir ekki máli, við unnum leikinn,” sagði Fannar upptendraður í leikslok og það var auðsjáanlegt á landsliðsmiðherjanum að honum leiðist ekki að spila körfubolta.
,,Það þýðir ekkert að vera efstur og bestur um mitt tímabil eins og Keflavík, menn þurfa að vera efstir í lokin. Þá held ég einnig að menn verði nú að fara að átta sig á því að það þarf að spila fast gegn Keflavík. Þeir spila fast og þá þurfum við og aðrir bara að spila fastar,” sagði Fannar sem gerði 4 stig og tók 10 fráköst á þeim 10 mínútum sem hann lék í leiknum í gær.
,,Mér leið roslalega vel í leiknum og ég átti ekki von á því að líða svona vel svo ég hlakka því mikið til næstu leikja. Vörnin er að smella hjá okkur og þegar við erum að halda liðum undir 70 stigum verður mjög erfitt að stoppa KR. Við ætlum okkur núna að klára okkar leiki og við skulum bara sjá hvort Keflavík hafi boozt til að klára sína leiki,” sagði Fannar og bætti við að nú mætti enginn misstíga sig, síst af öllum hann, nýkominn úr meiðslum. 

[email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -