spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í DHL-Höllinni

Sagt eftir leik í DHL-Höllinni

11:46
{mosimage}

 

(Jón Halldór Eðvaldsson) 

 

Keflavík er komið langleiðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir öruggan 84-71 sigur á KR í annarri úrslitaviðureign liðanna í gær. Karfan.is náði tali af Jóni Halldóri Eðvaldssyni þjálfara Keflavíkur og Candace Futrell leikmanni KR eftir leikinn í gærkvöldi.

 

Jón Halldór Eðvaldsson

 

Ef við mætum ekki á föstudag þá töpum við. Það er bara þannig. Við þurfum að leggja miklu meira á okkur á föstudag heldur en við gerðum í þessum öðrum leik. Við fórum að reyna að verja einhverja forystu í þessum öðrum leik og KR minnkaði muninn en við náðum að þjappa okkur saman og klára þetta. Það gerist bara á móti góðu liði eins og KR að þegar þú slakar eitthvað á þá skjóta þær þig bara í kaf.

 

Við spilum aggressívan körfubolta og mínum leikmönnum finnst bara skemmtilegt að spila vörn. Ég myndi segja að ég væri með allavega þrjá af fimm bestu varnarmönnunum í deildinni. Ég væri a.m.k. ekki til í að vera sá leikmaður gegn okkur sem þarf að koma upp með boltann.

 

Ef KR fær bara eina tilraun í hverri sókn þá vinna þær okkur aldrei og því er mjög mikilvægt fyrir okkur að berjast í fráköstunum. Ef við stígum þær út þá vinnum við leikinn en við höfum verið í basli með þetta en stærðin skiptir ekki máli.

 

Það væri stórkostlegt að geta klárað þetta heima á föstudag en til þess að það sé hægt verðum við heldur betur að leggja á okkur.

 

{mosimage}

 

Candace Futrell

 

Í fyrsta leiknum í Keflavík átti KR liðið góðan leik en í öðrum leiknum vorum við ekki að ná góðum skotum og áttum í töluverðum vandræðum. Við þurfum að fá alla til þess að leika vel á föstudag því það er eina leiðin til þess að ná fram sigri.

 

Við höfum engu að tapa í þessari stöðu og því er allt lagt undir á föstudag. Frá því að ég kom fyrst hingað hefur hver einast leikmaður tekið miklum framförum. En þetta er körfuboltinn, það eru allir að fylgjast með núna og þú verður bara að halda áfram því mótinu er fjarri því lokið.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -