22:58
{mosimage}
(Haukur Pálson)
Haukur Pálsson var stigahæstur Fjölnismanna í kvöld með 18 stig en hann, sem og allt Fjölnisliðið, átti virkilega góðan leik í kvöld. Þeir mættu alveg bandbrjálaðir til leiks og unnu fyrsta leikhluta með 17 stigum. “Við ætluðum bara að klára þetta núna. Við unnum fyrri leikinn á móti Haukum og þeir unnu okkur hérna heima. Við ætluðum ekki að láta það gerast aftur og þurfa að fara aftur í Vodafonehöllina og vinna þar. Við ákváðum bara að klára þetta hérna”.
Það hefur verið mikið talað um Hauk í vetur enda hefur hann vakið mikla athygli fyrir góða spilamennsku. Haukur hefur farið á reynslu hjá tveimur liðum í evrópu og segist stefna út á næsta ári. “ Ég stefni út. Ég veit ekki hvort það verður bandaríkin eða evrópa. Ég ætla að reyna að komast í skóla í leiðinnni. Ég er ennþá að hugsa þetta”.
{mosimage}
(Bárður var mun hressai í kvöld en á þessari mynd)
Bárður Eyþórsson var að vonum mjög ánægður með sína menn sem sýndu frábæra spilamennsku í kvöld. “Ég er mjög ánægður með þetta. Fyrri háflleikur og fyrsti leikhluti var stórkostlegur hjá okkur”. Það voru fáir sem bjuggust við slíkum yfirburðum Fjölnis strax í upphafi “ Ég var svosem ekkert hissa á okkar spilamensku. Ég var aðallega hissa á hvernig þeir komu í leikinn”.
Það verður líklega seint toppaður, fyrsti leikhluti Fjölnismanna, og Bárður sýndi það í kvöld að hann kann að hvetja sína menn til dáða. “ Við vorum bara að fókusera á það sem við áttum að gera í dag. Við vorum búnir að stúdera þetta ágætlega. Varnarleikurinn í fyrsta leikhluta bar þess merki að menn voru mjög einbeittir í því sem þeir áttu að gera. Eftir rúmlega sjö mínútur var þetta bara búið”. Bárður býst ekki við öðru en að liðið mæti að mestu óbreitt til leiks í Iceland Express deildina næsta vetur “ Þetta er bara liðið, ég á ekki von á öðru en ég verði með þá”
{mosimage}
Rob Newson, aðstoðarþjálfari Vals, átti ekki mörg orð eftir stórtap í kvöld. “ Ég veit ekki hvort ég á nokkur svör. Við byrjuðum ekki þennan leik né fyrri leikinn eins og þetta sé úrslitakeppnin og á endanum þá eru það þessir fyrstu leikhlutar sem kosta okkur sigurinn. Við spiluðum bara ekki af nógu miklu ákafa á meðan þeir gerður það. Þeir settu skotin sín ofaní og spiluðu eins og þetta væri seinasti leikurinn. Þeir eiga hrós skilið. Hver sá sem var inná hjá okkur var ekki að spila af nægum ákafa í upphafi og settu ekki skotin ofaní”. Rob vildi hins vegar ekki meina að Fjölnir væri þetta mikið betri en Valur “ Að tapa tvisvar sinnum fyrir þeim á leiktíðinni hefur líklega setið í okkur og það er eitthvað sem við virkilega vildum komast yfir í fyrsta leiknum. Ef okkur hefði tekist að vinna þá í fyrsta leiknum hefði þetta kannski litið öðruvísi út. Ég veit ekki hvort það olli því eða hvað, en við mættum bara ekki tilbúnir til leiks í hvorugum leiknum. Þegar þú fellur í svona holu þá er svo erfitt að komast uppúr því. Við börðumst vel eftir það en við klikkuðum á mörgum skotum á meðan þeir nýttu sín. Þeir eiga hrós skilið”.
Rob hefur ekki enn rætt næsta tímabil og veit þess vegna ekki hvernig næsta ár verður hjá Val. “ Við höfum ekkert rætt um það ennþá. Við munum koma saman eftir nokkra daga og ræða málin”.



