spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Ásgarði

Sagt eftir leik í Ásgarði

12:30
{mosimage}

(Bragi Magnússon þjálfari Stjörnunnar) 

Símon B. Hjaltalín tók púlsinn á mönnum eftir spennuleik Stjörnunnar og Snæfells í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Bragi Magnússon þjálfari Stjörnunnar kvaðst ósáttur við að hafa fengið á sig 100 stig á heimavelli og Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells sagði það hafa komið Snæfellingum vel að Calvin Roland skildi hafa fengið 5 villur í liði Stjörnunnar.

 

Bragi Magnússon þjálfari Stjörnunar:  

Hörkuleikur, hnífjafnt og allt opið?

Þetta réðist að stórum hluta snemma í 4 leikhluta þegar bæði lið eiga opin skot og opin layup, við klikkuðum þeir hitta úr sínum og þá kláraðist þetta. Svo var þetta bara spurning um hvort liðið væri með sterkari taugar að klára skotin á mikilvægum punktum.

Taugar og úthald í lokin?

Að fá á sig 100 stig í leik er skandall og fá á sig 60 stig í fyrri hálfleik er rugl. Við erum ekki vanir að láta skora svona á okkur á heimavelli og eitthvað sem við þurfum að kíkja á en aðallega vörnin sem klikkaði. 

Sigurður Þorvaldsson Snæfell: 

Hörkuleikur og mikið að gerast?Engin vörn eiginlega, sóknarleikur þennan dag og sem betur fer náðum við nokkrum stoppum á mikilvægum augnablikum en vörnin var skelfileg. 

Þið náðuð smá sprett í 4. hluta 10-12 stig en þeir koma til baka?

Vorum að missa boltann klaufalega og áttum að vera komnir með þetta þegar 3 mín voru eftir.  Við vorum að koma með gott forskot en misstum þetta aðeins.

 

Úthaldið í lokin?

 

Við vorum örugglega að rúlla á fleiri mönnum og þeir missa Roland út af með 5 villur sem kom okkur vel á réttum tímapunkti

 

Símon B. Hjaltalín

{mosimage}

(Sigurður Þorvaldsson leikmaður Snæfells)

Fréttir
- Auglýsing -