spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Ásgarði: Teitur og Friðrik

Sagt eftir leik í Ásgarði: Teitur og Friðrik

00:04
{mosimage}

(Teitur Örlygsson)

Teitur Örlygsson stýrði Stjörnunni í fyrsta sinn sem aðalþjálfari liðsins þegar Garðbæingar lögðu Grindavík 90-88 í mögnuðum leik í Ásgarði í kvöld. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda en Stjörnumenn höfðu nokkuð óvæntan sigur en hann kom þó Teiti Örlygssyni ekki á óvart!

,,Það var alveg frábært að ná sigri hér í kvöld en þetta kom mér í raun og veru ekkert á óvart því ég hef séð þetta í strákunum á síðustu æfingum og þeir verða núna að finna hvers þeir eru verðugir,“ sagði Teitur í samtali við Karfan.is eftir leik í kvöld. Aðspurður hvort Teitur væri kominn í Garðabæ til að kenna Stjörnumönnum að vinna leiki sagði hann ekki svo vera.

,,Ég hef verið í sigursælu liði og vonandi tekst mér að smita því út frá mér en við höfum ekki endilega stjörnuleikmenn í hverri stöðu en við ætlum okkur að setja saman frábært lið,“ sagði Teitur kátur með fyrsta sigurinn en nokkuð þyngri tónn var í kollega hans Friðriki Ragnarssyni.

,,Við erum ekki að koma illa undan jólasteikinni því við höfum verið að æfa vel en þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem maður bara á ekki að vinna. Við vorum t.d. ekki að setja niður opnu skotin okkar sem við erum vanir að gera og á meðan var stemmningin Stjörnumegin í leiknum. Aðspurður hvort hann teldi að nú væru KR-ingar orðnir deildarmeistarar svaraði Friðrik:

,,KR eru líklegastir til þess að verða meistarar því þeir hafa spilað best í vetur og eru með sterkasta hópinn,“ sagði Friðrik Ragnarsson og svaraði því einnig til að hann gæti ekki sagt um hvort deildin yrði jafnari eður ei eftir áramót en var með það á hreinu að hans menn myndu ekki spila annan jafn slakan leik og þeir gerðu í Ásgarði í kvöld.

[email protected] 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -