spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik í Ásgarði: Benedikt og Kjartan

Sagt eftir leik í Ásgarði: Benedikt og Kjartan

22:30
{mosimage}

(Benedikt Guðmundsson)

Karfan.is náði tali af Kjartani Atla Kjartanssyni leikmanni Stjörnunnar og Benedikt Guðmundssyni þjálfara KR eftir viðureign liðanna í Ásgarði í kvöld. KR hafði betur 81-90 í miklum slag þar sem Stjarnan lét Vesturbæinga hafa vel fyrir stigunum tveimur.

Benedikt:

Fékk KR gula spjaldið í kvöld af því að þið voruð að vanmeta Stjörnuna?

Jú það er svo sem hægt að segja það á marga vegu en við mættum klárlega ekki með rétta hugarfarið í þennan leik!

Þið fáið á ykkur 49 stig í fyrri hálfleik!

Já, og ég baunaði því á menn inn í klefa að þetta er búið að gerast í einhverjum þremur leikjum hjá okkur þar sem vantar leikmann í lið andstæðinganna og við teljum okkur bara geta valtað yfir þetta bara með því að mæta. Svo eigum við okkar bestu leiki gegn þessum liðum sem eiga svona að teljast best.

Að þetta skuli endurtaka sig í þrígang, að KR mæti ekki klárir fyrstu mínúturnar, er þetta eitthvað sem verður hættulegra fyrir ykkur þegar líður á tímabilið?
Þetta er klárlega eitthvað sem við getum ekki ,,gamblað“ með! Ég þarf að skrúfa fyrir þetta með einhverjum refsingum því ég er bara ekki að kaupa þetta!

En þið eruð að klára þessa leiki af krafti og það er til staðar í ykkar leik, er það ekki jákvætt þrátt fyrir að vera í erfiðleikum í byrjun leikjanna?

Menn tóku sig á og ég gef þeim það en hvernig við nálguðumst þennan fyrri hálfleik er bara fáránlegt. Síðustu tvær mínúturnar í fyrri hálfleik voru góðar en fram að því vorum við bara viðbjóðslega slakir. Við getum ekki mætt hérna eins og einhverjir töffar haldandi það að við vinnum þessa leiki á hæfileikunum einum saman. Ég er samt alltaf sáttur eftir sigurleiki en mér blöskraði fyrstu 18 mínúturnar í leiknum og mínir leikmenn vita það vel.

{mosimage}

Kjartan Atli Kjartansson:

Þið gerðuð heiðarlega tilraun til að leggja topplið KR en endasprettir leikjanna á þessu tímabili hafa verið ykkur erfiðir!
Já, þetta er allt á endasprettinum. Við æfðum eins og svín í sumar, hlupum 12 km í hverri viku og ættum að vera alveg í forminu svo þetta er eitthvað í hausnum á okkur.

Það er óhætt að segja að þið hafið gefið KR gula spjaldið í kvöld!
Þeir eru bara mannlegir eins og við og það er erfitt að labba í gegnum tímabil án þess að lenda í erfiðleikum og þetta var einn af þeim leikjum hjá KR og þeir verða fleiri.

Hvað þarf að smella hjá Stjörnunni til að klára þessa leiki?

Við þurfum að láta boltann rúlla betur, við erum enn að venjast hverjum öðrum. Það tekur tíma að venjast nýjum leikstjórnanda en góðir hlutir gerast hægt.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -