,,Nei alls ekki, við gerum okkur alveg grein fyrir þvi svona í upphafi móts að það er á brattan að sækja fyrir okkur. Við komum seint saman og það er bara verið að pússla liðinu saman. Við erum búin að æfa miklu minna og spila miklu færri leiki en öll önnur lið í þessari deild. Það afsakar ekki þessa framistöðu hérna í kvöld. Framistaðan var alveg skelfileg.”
Ágúst setti erlenda leikmenn sína á bekkinn snemma í þriðja leikhluta og þeir sátu flestir þar það sem eftir lifði leiks. Það var augljóst að Ágúst var ekki ánægður með þeirra framlag.
,,Ég held að hver og einn sem var hérna á leiknum geti dæmt um það. Það þarf ekkert að fara mörgum orðum það hvernig þeir stóðu sig í þessum leik. Það er alveg á hreinu að þeir geta spilað betur en þeir gerðu í dag, allir. Það er náttúrulega bara þeirra að sýna það. Það er það sem þeir þurfa að gera á næstu dögum. Þeir hafa allavega sýnt okkur meira á æfingum.”
Það er stutt í næsta leik og því vert að spyrja hvernig menn bregðast við svona stóru tapi?
,,Það er eitt að tapa leiknum en það er annað að gefast upp. Liðið sem kom hérna inná í seinni hálfleik var bara búið að gefast upp. Ekki spiluðum við vel í fyrri hálfleik en þriðji leikhlutinn var alveg afleitur hjá okkur. Ég veit ekki hvað við skoruðum mörg stig, einhver 5 stig. Þá var ekkert annað en bara að fara á bekkinn og leyfa ungu strákunum að spreyta sig. Þeir stóðu sig bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf. Þetta er bara spurning um , ætla menn að gefast upp eða ætlum við að snúa bökum saman og gíra okkur upp fyrir næsta leik.”
Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með stóran sigur á Valsmönnum í kvöld.
,,Já, fyrir okkur snérist þetta bara um að vinna sigur og hann var sannfærandi svo ég er rmjög ánægður."
Það var ljóst snemma í leiknum hvoru megin sigurinn færi og því fengu margir leikmenn Njarðvíkur að spreyta sig í kvöld.
,,Við berum virðingu fyrir mótherjum okkar og spiluðum leikinn af krafti allan leikinn,. Við náðum að dreyfa spilatíma vel en við gerum okkur grein fyrir því að næsta verkefni sem bíður okkar á mánudaginn verður töluvert erfiðara. Það verða ekkert margir svona sigrar hjá okkur í vetur.”
Aðeins einum leikmanni Njarðvíkur tókst ekki að skora stig í leiknum í kvöld og aðeins einn leikmaður spilaði undir 10 mínútum. Það er því ljóst að Einar hefur úr mörgum mönnum að velja.
,,Við erum með 14 stráka sem eru að æfa, það er mikil samkeppni um stöður. Þetta eru náttúrulega allt heimastrákar sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir klúbbinn og mikið stolt. Við erum með flottan hóp og höfum ekki áhyggjur af því að geta ekki kafað djúpt á bekkinn.”
Fá körfuknattleiksáhugamenn að kynnast einhverjum nýjum stjörnum í Njarðvík í ár?
,,Það er á stefnuskrá hjá leikmönnum félagsins, engin spurning.”