spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik að Hlíðarenda

Sagt eftir leik að Hlíðarenda

 Sigurður Ingimundarson fór í góða ferð með Keflavíkurliðið á Hlíðarenda þegar þeir unnu öruggan 30 stiga sigur á lánlausum Valsmönnum, 80-110.   “Já þetta var stórt og við náðum þessum mun í fyrri hálfleik, kannski öðrum leikhluta en þá spiluðum við nokkuð vel.  Ég var nokkuð sáttur með það svo var náttúrulega erfitt að halda einbeintingu í seinni hálfleik.  Ég var ágætlega ánægður með liðið mitt í dag”.  
 Keflavík hafði náð 20 stiga forskoti snemma í öðrum leikhluta og sá munur varð ekki minni en 20 stig það sem eftir lifði leiks.  Er ekkert erfitt að halda mönnum á tánum þegar munurinn er svona mikill?

“Nei nei, það eru náttúrulega alskonar hlutir sem við erum að vinna í sem við gerðum svosem ekkert vel í fyrsta leikhluta þannig að leikurinn var nokkuð jafn.  Þeir byrjuðu betur en við þannig að það eru alltaf ákveðnir hlutir sem við erum að spá í allan leikinn sama hvernig staðan er”.  

Keflavík fékk til sín Steven Gerard D’augustino fyrir aðra umferð og hafa unnið báða leiki sína eftir komu hans.  Hann átti mjög stóran þátt í sigri Keflavíkur í dag og var með 34 stig.  

“Hann fann sig vel í kvöld og hitti vel, þetta er náttúrulega hittinn strákur.  Þeir voru svolítið uppteknir af því að dekka stóra manninn okkar undir og voru þar fleiri en einn.  Þannig að við fengum fullt af fríum skotum, við höfum margar skyttur og á sumum dögum hitta þeir vel.  Í næsta leik verður það væntanlega einhver annar eða kannski hann aftur.  Við erum duglegir að finna menn sem eru heitir”.  

 

Ágúst Björgvinsson á erfitt verkefni fyrir höndum því Valsmenn hafa tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins og tapið í kvöld var óþarflega stórt.  

“Jú það er aldrei auðvelt að búa til nýtt lið og ég tala nú ekki um þegar þú hefur lítinn tíma.  Kjarninn er náttúrulega allur farinn.  Við eigum kannski ekkert að vera endalaust að tönglast á því.  Það er bara þannig og það breysti ekki úr þessu.  Við þurfum bara að gera betur úr því sem við höfum.   Það jákvæða við þennan leik er að við byrjum rosalega vel, miklu betur en í hinum leikjunum.  Við byrjum ekki í mínus eftir 5 mínútur eins og í fyrri leikjunum.  Siðan bara við fyrsta mótlæti fer allt í lás hjá okkur og við brotnum.  Það er eitthvað sem við þurfum að laga”. 

Taka svona töp ekki sálrænt mikið á hópinn?

“Auðvita, að rífa sig upp eftir svona er erfitt.  Það er erfitt fyrir alla, mig , leikmennina og alla sem standa að þessu.  Við þurfum bara að snúa bökum saman og vera hraustir og reyna að halda áfram. Reyna að byggja ofaná það góða sem er búið að gera. Við finnum alltaf einhvern ljósan punkt, allavega ljós punktur hvernig við byrjuðum en því miður eru fleiri neikvæðir punktar, mun fleiri”.  

Mynd/ [email protected]  

Gísli Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -