spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik á Stöð 2 Sport í Fjárhúsinu

Sagt eftir leik á Stöð 2 Sport í Fjárhúsinu

10:57
{mosimage}

(Hart var barist í Hólminum) 

Keflavík leiðir 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Snæfell í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Keflvíkingar geta tryggt sér sinn níunda Íslandsmeistaratitil á fimmtudagskvöld þegar liðin mætast í sínum þriðja leik í Toyotahöllinni kl. 19:15. Eftirfarandi kom fram í máli manna að leik loknum í gær.

 

 

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur

Við höfum lofað að þessir leikir verði svona en tölurnar voru kannski full stórar miðað við gang leiksins en við lifðum allan leikinn og spiluðum vel. Þetta er styrkur okkar að geta spilað á mörgum mönnum og við vorum að spila með unga menn inná í restina og það var bara allt í góðu. Tommy var að spila vel í fyrri hálfleik og við þessu er að búast, við erum að spila við mjög gott lið og þeir eru að spila skynsamlega. Við teljum bara einn leik í einu og höfum gert það síðan við lentum 2-0 undir á móti ÍR.  Núna er þessi leikur búinn og við erum ánægðir með það en núna þurfum við að gera okkur klára fyrir leikinn á fimmtudaginn og ætlum að vera það. Við vitum bara um einn leik og hann er á fimmtudaginn. 

 

Tommy Johnson, leikmaður Keflavíkur

Við spilum saman, við vorum í smá vandræðum með villurnar og dómararnir voru að leika aðeins með okkur.  En við þessu er að búast á útivelli og við gerðum vel að standa saman og klára leikinn. Við erum að spila vel þessa dagana, við stóðum okkur vel á móti ÍR og við erum með mikið sjálfstraust. Okkur finnst við geta unnið alla þessa dagana. Næsti leikur verður áskorun fyrir okkur, við þurfum að spila okkar besta leik en þeir eiga sýna okkur sína bestu hlið. Við erum að spila liðs-vörn, það er það eina sem við erum að gera. Við erum ekkert endilega að verjast manninum meira heldur en boltanum, hafa 5 menn í vörn og spila sem lið. 

 

Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells

Þetta eru gríðarleg vonbrigði, þetta er mjög sárt að ná ekki að spila betur en þetta.  Við náðum ekkert að toppa þá, við réðum ekki neitt við Tommy Johnson og Bobby Walker. Við hittum mjög illa, bæði fyrir utan og ég á vítalínunni, við fengum fullt af opnum skotum en vorum bara með mjög lélega nýtingu. Það gekk eginlega ekkert upp og þeir settu á svið skotsýningu í þrijða leikhluta, þetta var bara mjög erfitt. Ég veit ekki hvað skal segja, þetta er hundleiðinleg staða en við hættum aldrei. Við ætlum að fara til Keflavíkur að vinna og ég vona bara að þetta fólk komi með okkur og hjálpi okkur að gera það. Við þurfum bara að vinna á fimmtudaginn, ekkert meira en það.  Ég tek það ekki af þeim að þeir eru góðir, en við erum betri en þetta. Ef við hefðum spilað okkar leik í dag, hefðum við unnið sæmilega. Bara hitt sæmilega, ekkert vel, bara sæmilega, þá hefðum við unnið þetta. Ég tek það ekki af þeim að þeir eru góðir en við erum betri en þetta.

 

Gísli Ólafsson tók saman

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -