22:26
{mosimage}
Snæfell vann fyrsta leikinn í einvígi þeirra og Grindavíkur. Leikurinn var í beinni á Stöð 2 Sport. Þorsteinn Gunnarsson íþróttafréttamaður náði tali af þjálfurum og leikmönnum í leikslok.
Geoff Kotila þjálfari Snæfells var sáttur með sigur sinna manna en ekkert alltof ánægður með spilamennsku þeirra. ,,Þetta eru undanúrslit og allir leikir eru svona. Leikurinn í gær hjá ÍR og Keflavíkur var spennandi. Þetta mun vera spennandi og jöfn sería,” sagði Geoff um undanúrslitin og sagði að leikstjórnandi sinn Justin Shouse hafi verið hálfslappur undanfarið vegna veikinda. ,,Karfan sem hann skoraði í endann skipti máli. Það kom mér á óvart hvernig hann spilaði þar sem hann hefur verið veikur, en þetta var ekki einn af hans bestu leikjum. Ég er ekkert spenntur að spila leiki með 90 til 100 stigaskori gegn Grindavík en við fundum leið til þess að klára leikinn. Við stálum sigri hér og þurfum nú annan sigur,” sagði Geoff og spáði því að serían myndi fara í fimm leiki.
Kotila ber mikla virðingu fyrir Grindavík og sagði þá vera með frábært lið og þeir væru hungraðir eftir árangri en lið hans væri það líka. ,,Ég býst við spennandi leik á fimmtudag,” sagði Geof í endann.
Hlynur Bæringsson fyrirliði Snæfells fékk þungt högg frá Jamaal Williams þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum og var afar ósáttur við að ekki hafi verið dæmd óíþróttamannsleg villa. Hann sagði eftir leik að vildi fá ásetning en væri kannski ekki besti dómarinn að dæma í eigin málum og sagði að hann teldi sig ekki vera nefbrotinn. ,,Það er ótrúelgt að mætum í grindavík og spilum svona vörn og vinnum. Þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust,” sagði Hlynur og veldi því fyrir sér hvernig þeir myndu leika ef Snæfell hitti á toppleik hjá sér. ,,Við sýndum í kvöld hvernig á ekki að spila gegn Grindavík.”
Hlynur sagði að sitt lið hefði einnig gert margt jákvætt og voru hitta ágætlega og taka fráköst. Hann sagði að sýnir menn mættu ekki vera værukærir og mörg lið hefðu klúðrað sínum málum í þessari stöðu.
Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur virtist ekki vera búinn að jafna sig á tapinu þegar Þorsteinn Gunnarsson tók hann tali. ,,Við bara klúðrum þessu, vorum óskynsamir og varnarleikurinn í lokin var lélegur og gerði það að verkum að við töpuðum,” sagði Friðrik og sagði lið sitt skorta einbeitingu í endann. ,,Við vorum ekki skynsamir í sókninni og nýttum ekki auglósta yfirburði í sókninni inn í teig.”
Friðrik sagði að dagskipunum hafi verið að hjálpa ekki á low post í endann en Justin Shouse kom Snæfell yfir þegar 40 sekúndur voru eftir með þriggja-stiga skoti. Hann fékk boltann frá Hlyni sem var tvídekkaður og fann Justin frían fyrir utan. ,,Þetta var akkúrat það sem átti ekki að gerast.”
Friðrik sagði að sínir menn ætluð sér sigur í næsta leik enda væru þeir undir og þyrftu á sigri að halda. ,,Við erum undir og ætlum okkur í gegnum þessa seríu. Það er alltaf erfitt að tapa en nú förum við uppeftir á þeirra heimavöll og vinnum.”
Mynd: [email protected]



