spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik á Stöð 2 Sport

Sagt eftir leik á Stöð 2 Sport

18:50

{mosimage}
(Sigurður lofar því að hans leikmenn verða klárir í næsta leik)

Keflavík jafnaði einvígið gegn ÍR með góðum sigri rétt í þessu. Leikurinn var í beinni útsending á Stöð 2 Sport. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður tók þjálfara liðanna tali eftir leik.

Jón Arnar Ingvarsson – þjálfari ÍR
,,Það eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði að tapa hérna í dag,” sagði Jón Arnar þegar Hörður spurði hann um ósigurinn og sagði að leikurinn í dag hafi verið keimlíkur þeim á föstudag. ,,Við vorum klárlega ekki nógu harðir í dag og spiluðum bara illa. Þetta var mjög lélegt hjá okkur.”

,,Við byrjuðum ágætlega og um leið og þegar við fórum að skipta inn á gekk verr. Þeir komu með öfluga menn af bekknum(Þröst Jóhannesson og Tommy Johnson). Við fengum lítið af bekknum og bitið fór úr þessu þegar við lentum í villuvandræðum og fórum að skipta.”

Sigurður Ingimundarson – þjálfari Keflavík
,,Þeir Tommy og Þröstur spiluðu vel í dag sem og þeir gerðu í síðasta leik,” sagði Sigurður en þeir komu með mikinn kraft af bekknum og skoruðu margar körfur. ,,Í byrjun ætluðum við okkur full mikið en svo lagaðist þetta en það er gríðarlega erfitt að spila í þessu húsi.”

,,Við spiluðum lélega vörn í fyrstu tveimur leikjunum. Þegar við spilum okkar góðu vörn er enginn að fara gera neitt á móti okkur,” sagði Sigurður en næsti leikur er oddaleikur í Keflavík og hann lofaði því að Keflavíkingar verða klárir í leikinn.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -