spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik á Selfossi: FSu-menn

Sagt eftir leik á Selfossi: FSu-menn

09:30

{mosimage}
(Árni Ragnarsson í leiknum í gær – hugur hans stefnir erlendis)

FSu tryggði sér sæti í Iceland Express-deild karla að ári. Karfan.is var að sjálfsögðu á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara að leik loknum.

Vésteinn Sveinson
Vésteinn Sveinsson hefur komið sterkur inn í lið FSu í ár og hefur vakið athygli fyrir ótrúlega nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna.  Það þurfti varla að spyrja að því en Vésteinn var að vonum mjög ánægður með sigurinn. ,,Við vorum hins vegar ekki að spila okkar besta leik en það sem betur fer dugði til. Það eina sem ég hugsaði um var að við ætluðum að vinna þetta, alveg sama hvort ég væri að skora eða ekki. Mér fannst ég ekki vera að hitta nógu vel en við lönduðum sigri og það er það sem skiptir máli.” Vésteinn er ungur að árum og hefur framtíðina fyrir sér í íþróttinni sem við elskum, hann hefur því hug á að prufa fyrir sér í Háskólaboltanum í Bandaríkjunum á næsta ári. ,,Ég er eitthvað að skoða að komast út í háskóla en ég er ekki með neitt í augnablikinu.” Hann hefur hugsað sér að koma aftur heim en hann vill fara út á meðan maður hefur tíma.

Árni Ragnarsson
Frákastakóngur FSu í lokaleik tímabilsins var nokkuð ánægður með leik kvöldsins. ,,Það gekk reyndar svolítið illa á báðum endum að skora, spennan í húsinu var mikið svo bæði lið töpuðu boltanum svolítið oft. Við skoruðum allavega nokkrum stigum meira sem dugar til að vinna.” Árni vildi þó meina að leikskipulag FSu hefði ekki gengið fullkomnlega upp. ,,Við ætluðum að keyra meira á þá en við gerðum, en við náðum því á köflum og það var held ég það sem skildi að, þannig að við náðum að sigra þennan leik.” Árni hefur verið á vörum margra í vetur og rætt hefur verið um að hann spili ekki á Íslandi á næsta ári og hann staðfesti áhuga sinn á því að komast til Bandaríkjanna við körfuna. ,,Ég er ákveðinn á að fara út í háskóla, það lítur vel út núna, að ég sé að fara út í einn ágætis háskóla.” Árni segist þó vera mjög hjátrúafullur og var því ekki tilbúinn að nefna þennnan ágætisskóla. ,,Þetta er það sem ég stefni á og vona bara að það gangi upp.”

{mosimage}

Brynjar Karl Sigurðsson
Það fyrsta sem Brynjar Karl sagði eftir leikinn í kvöld var hreinlega að hversu ánægður að hann væri að vera ekki Valsari í dag því það væri svakalega erfitt að tapa svona leik. Hann var þó að vonum mjög ánægður með leikinn og kvöldið. ,,Ég er eiginlega mest ánægður hvurslags svakalegt partý þetta var,” sagði Brynjar Karl og vildi þó ekki viðurkenna að leikurinn hefði spilast eins og hann hafði lagt hann upp. ,,Gameplanið út um gluggan maður, þetta var náttúrulega þvílík taugaspenna. Hvað var skorið? 67-64, þetta er náttúrulega það lægsta sem við höfum skorað, það eru bara allir með kúkinn í buxunum,” sagði þjálfari FSu-manna og var handviss um að hann hefði gert betur. ,,Ég hefði ekki verið svona stressaður ef ég hefði verið að spila sjálfur.“ Þegar komið er í svona stórleik var Brynjar alls ekki viss hverju munaði um sigur og tap. ,,Við reynum bara að taka þessu eins og hvern anna leik. Þetta er svo naumt, það er rosalegt að það þurfi að skera út um sigurvegara í svona leik.” Framtíðin hjá FSU er þó nokkur spurning þar sem tveir af lykilmönnum liðsins stefna á að fara til Bandaríkjanna á næsta ári. ,,Við þurfum alltaf að púsla saman liði á hverju ári. Þetta er búið að vera svolítið mikið one man show, og það er hægt að vissu leyti í 1. deildinni en núna bíð ég bara og sé, hvað ætlar Suðurland að gera?” Aðspurður hvort hann sæi þá fyrir sér sameinginu við Hamar/Selfoss var hann ekki tilbúinn að útiloka neitt. ,,Við erum með Hamar, Þór Þorlákshöfn, Selfoss og núna eru Hrunamenn og Laugdælingar komnir upp. Það er verið að spila körfubolta í öllum skúmaskotum og þetta er allt í einhverri fallbaráttu og rugli. Það þarf að fara að gera eitthvað og hvort sem það verður ég sem leiði það eða ekki, ég er bara að hugsa um körfuboltan og það þarf bara að ná árangi á Suðurlandi.” Brynjar er því viss um að efniðviðurinn sé nægur en komast þurfi saman um hvernig skal nýta hann. ,,Það er árangursþurft á Suðurlandi.”

Aðeins eitt FSu – Umfjöllun leiksins

Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected] og [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -