spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik á föstudag í Toyotahöllinni

Sagt eftir leik á föstudag í Toyotahöllinni

15:37
{mosimage}

(Hin þýska Susanne Biemer fagnaði vel með Keflvíkingum) 

 

Þær Susanne Biemer og Sigrún Ámundadóttir léku vel fyrir sín lið í úrslitum Iceland Express deildar kvenna. Karfan.is náði tali við Biemer og Sigrúnu eftir leik. Biemer var hin kátasta en Sigrún er sannur keppnismaður og bar sig vel og sagði að nú myndi silfurlið KR bara spýta í lófana fyrir næstu leiktíð.

 

Susanne Biemer

 

Við unnum KR tvívegis aðeins með einu stigi en við vorum mjög ánægðar með að hafa klárað í bæði skiptin þegar leikirnir voru svona jafnir. Ég er himinlifandi yfir því að vera Íslandsmeistari og við stóðum okkur frábærlega með því að vera taplausar í úrslitakeppninni gegn jafn sterkum liðum á borð við Hauka og KR.

 

Deildin var erfið í vetur að því leyti að við mættum sömu liðunum svo oft og topp fjögur liðin voru virkilega sterk en við sýndum það að við erum með besta liðið.

 

{mosimage}

 

Sigrún Ámundadóttir

 

Framtíðin er mjög björt hjá okkur og ég hef trú á því að við höldum sama liðinu og ef við höldum áfram að bæta okkur þá sé mjög bjart framundan. Það má segja að reynslan sem við í KR höfum fengið á þessu tímabili sé mjög góð enda kom liðið upp um deild og fór svo alla leið í úrslitin.

 

Það er alltaf skemmtilegast að vera í toppbaráttunni og þar vill þetta KR lið vera og vonandi tekst okkur að vera áfram á meðal bestu liðanna.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -