spot_img
HomeFréttirSagt eftir leik á Ásvöllum

Sagt eftir leik á Ásvöllum

  „Mér finnst undarleg umræða um Haukana með að þeir séu ekki gott körfuboltalið. Þetta er fínt körfuboltalið og fínir strákar í körfubolta og Pétur [Ingvarsson] er klókur. Sem betur fer náðum við að hrókera seint í taflinu og fengum nýja drottningu í lokinn,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson í lok leiks en hann hefur oft sést með breiðara bros í andliti og var allt annað en sáttur með leik sinna manna.

„Haukarnir voru að fá galopin skot á móti svæðinu en það þarf að setja þau á ögur stundu. Að sama skapi vorum við að ná fínum fráköstum sem gáfu okkur hraðaupphlaup og á stuttum tíma skoruðum við einhver 17 stig sem við vorum búnir að vera að ströggla með. Haukarnir voru bara að leiða þennan leik og stýra honum eins og þeir vildu, við vorum algjörlega á rassgatinu og sérstaklega leiðtogar liðsins.“

„Cole og Cotton voru sterkir en það var enginn liðsbragur og það er eitthvað sem við verðum að laga. Mér fannst þetta bara vera einstaklingar inn á vellinum,“ sagði Ingi

Óskar Ingi Magnússon annar fyrirliði Hauka var að vonum hundsvekktur með úrslit leiksins og sagði að Haukaliðið hafi farið felur þegar að Snæfell skipti yfir í svæðisvörnina.

„Við áttum að klára þennan leik, þetta var okkar leikur frá upphafi. Við leiddum leikinn og þetta var bara klúður hjá okkur það var það eina sem að gerðist,“ sagði Óskar og bætti við: „Það vantaði bæði að skotin dyttu og aðeins meiri grimmd í að fara að körfunni af fullum krafti og klára. Það er eitthvað sem að við lærum af og klárum í næsta leik.“

Haukar mæta Njarðvík á mánudaginn og segir Óskar að menn muni mæta banhungraðir í sigur í þann leik.

„Við komum alveg brjálaðir það er ekkert annað. Við ætlum ekki að vera með núll stig eftir tvo leiki það er bara þannig.“

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -