Álftnesingar hafa á nýjan leik samið við hinn bandaríska Justin James.
Justin lék með Álftanesi á síðustu leiktíð og skilaði þá 24 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Nokkur orðrómur hafði verið í gangi síðustu daga um að Justin væri mögulega á leið aftur í Bónus deildina og aðspurður sagði þjálfari þeirra Hjalti Vilhjálmsson í viðtali fyrir helgina að Justin væri ekki á leið til þeirra þar sem hann væri á leiðinni í Tindastól.
Gera má því skóna að hlutirnir hafi því gerst ansi hratt síðustu 48 klukkustundir ef staðan var rétt samkvæmt Hjalta fyrir helgina.



