spot_img
HomeFréttirSagan hliðholl KR í kvöld

Sagan hliðholl KR í kvöld

Í kvöld lýkur sjöundu umferð í Domino´s deild karla með stórleik KR og Hauka. Íslandsmeistarar KR tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en Haukar eru í 6. sæti með 8 stig en þeir rauðu hafa hökt smávegis upp á síðkastið og tapað síðustu tveimur leikjum. Viðureign liðanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst leikurinn kl. 19:15.
 
 
Sagan er á bandi KR í kvöld því Haukar hafa ekki unnið deildarleik á heimavelli KR síðan í febrúar árið 2000. Samkvæmt heimildum Karfan.is var þessi sigurleikur Hauka í deildinni fyrsta viðureign liðanna í KR-húsinu oftast betur þekkt sem DHL-Höllin. Haukar byrjuðu sem sagt vel á nýjum heimavelli KR-inga en hafa ekki séð til sólar síðan í Vesturbænum.
 
Í kvöld mætast KR og Haukar í 36. sinn í úrvalsdeild á heimvelli KR og hafa Haukar unnið tíu viðureignir en KR 26. Sagan er á bandi KR og ef það er ekki nóg þá er kannski gott að hafa það hugfast að staðan á KR í deild að meðtalinni síðustu leiktíð er 27-1. Öllu á botninn hvolft, Haukar þurfa að mæta í stóru stráka buxunum ef þeir ætla sér eitthvað úr kvöldinu því röndótta maskínan er með driflokurnar harðlæstar og virðist fær um að gilja allar torfærur.
 
Staðan í Domino´s deildinni
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 6/0 12
2. Tindastóll 6/1 12
3. Þór Þ. 4/3 8
4. Keflavík 4/3 8
5. Stjarnan 4/3 8
6. Haukar 4/2 8
7. Njarðvík 4/3 8
8. Snæfell 3/4 6
9. ÍR 2/5 4
10. Grindavík 2/5 4
11. Fjölnir 1/6 2
12. Skallagrímur 1/6 2
  
Fréttir
- Auglýsing -