Árið er 2003 og John Sweeney fær fylgd öryggisvarða út úr húsi af heimaleik Minnesota í NBA-deildinni. Hafði Sweeney þá rifið af sér bolinn og splæst í dans sem hlaut nafnið „Jiggly boy“ og Sweeney vitaskuld ekki kallaður annað síðan. Ástríðustuðningsmaður Minnesota Timberwolves sleppir þarna af sér beislinu og þessi uppákoma kappans átti nú heldur betur eftir að vinda upp á sig.
Sweeney sportaði „Wolves“ áletrun á bjarndýrsloðnum maga sínum og „KG“ á upphandleggi hægri handar sem vísaði auðvitað til þess að hann væri aðdáandi Kevins Garnett. Uppátæki Sweeney vakti verðskuldaða athygli 2003 en eins og flestum er kunnugt hélt Kevin Garnett í víking og fór frá Timberwolves.
Heilum 12 árum síðar er Kevin Garnett kominn aftur, Jiggly boy er auðvitað í stúkunni og sjón er sögu ríkari:
Sweeney vill í fyrstu eins og þið sjáið ekkert kannast við það að fara að rífa í gamla „Jiggly boy“ takta en þegar það svo loksins hefst þá dugir ekkert minna en að hafa strákana sína líka með sem aukadansara.
Sagan segir að á meðan miðlar vestanhafs veltu því fyrir sér hvort KG-maðurinn væri í raun á leið heim aftur til Minnesota hafi Sweeney fengið sms-skilaboð frá ónefndum aðila og í því stóð: „KG is coming back. What about Jiggly?“ Þið þekkið rest.



