spot_img
HomeFréttirSævar Sigurmundsson: Guð leiddi mig á Selfoss

Sævar Sigurmundsson: Guð leiddi mig á Selfoss

11:00

{mosimage}

Sævar er hér lengst til hægri á myndinni í leik með FSu við Hött 

Það er ekki víst að allir körfuknattleiksunnendur kveiki á perunni þegar nafn Sævars Sigurmundssonar ber á góma. Sævar sem er nýlega genginn til liðs við FSu lék 24 ungmennalandsleiki fyrir Íslands hönd, 5 U21 landsleiki og 13 A landsleiki en hann hefur aldrei leikið í Úrvalsdeild. Hann lék þó um tíma með Þór Þ. í 1. deildinni og lék með skólaliði sínu í Alabama í nokkur ár.

Karfan.is hafði samband við Sævar og lagði nokkrar spurningar fyrir hann.

Hvað kom til að þú drógst fram skóna aftur?
Mig hefur alltaf langað til að spila síðan ég kláraði háskólann úti.  Það vildi svo til að ég fór virkilega að pæla í þessu fyrir um 4 mánuðum.  Mér fannst Guð vera að leiða mig og sýna mér að ég ætti kannski að koma heim aftur.  Svo ég fór að biðja mikið fyrir þessu og mér fannst þetta vera rétt ákvörðun.  Auk þess hef ég saknað körfunnar mjög mikið og konan mín (Dasha) sem er amerísk hvatti mig líka mjög mikið sem skipti miklu máli.  Planið var nú samt að koma ekki fyrr en næsta haust en Brynjar Karl frétti af þessu og fór að spyrja mig hvort ég væri ekki til í að koma og klára tímabilið með FSu og reyna að hjálpa þeim að komast upp í úrvalsdeild.  Það vildi svo til að að ég gat fengið mig lausann úr vinnunni í þennan tíma og svo sagði Dasha að það væri í lagi, sem skipti mestu máli.

Hvað ertu búinn að vera að bralla síðan þú hættir í boltanum? Eitthvað tengt körfubolta? Hvað er langt síðan?
Ég kláraði háskólann 2004 og fór þá að vinna með félögum mínum sem eru með hugbúnaðarfyrirtæki.  Ég hef verið að forrita og supporta síðasta 3.5 árin. Ég hef svo líka verið aðstoðar þjálfari hjá framhaldskólanum sem ég var í úti sem heitir Madison Academy.  Ég var aðallega að hjálpa stóru strákunum hjá þeim og ég æfði líka með þeim því við höfðum einn sem var 213 cm og það var enginn annar til að dekka hann á æfingum svo það hélt mér í smá formi. Þjálfunin er líka mjög skemmtileg og skólinn var fylkismeistari síðustu 3 ár svo það var mjög gaman að fá að vera með í því.  Fyrir utan það þá hef ég bara spilað í áhugamannadeildum og pickup bolta.

Er munur á boltanum núna og þá?
Mér finnst hann nú vera betri núna, allavega 1 deildin.  Ég spilaði með Þór Þórlákshöfn áður en ég fór út fyrst og ég held að liðin séu sterkari nú.  Ég get nú samt ekki sagt að margt annað hafi breyst.  Það er nú samt töluvert meira af erlendum leikmönnum í deildunum núna.

Hvernig er að koma inn í lið eins og FSu sem er fullt af ungum og áköfum leikmönnum?
Þetta er bara búið að vera mjög gaman.  Ég er mjög hrifin af því sem Brynjar er að gera með strákana hérna og það var nú aðalatriðið sem dróg mig hingað.  Mér finnst bara frábært að ungir strákar geta komið hingað og virkilega bætt sig í körfubolta og svo vonandi fengið tækifæri til að spila í háskólum úti.  Ég veit ekki um neitt annað prógram á landinu sem gerir þetta og ég held að það sé bara mjög gott fyrir íslenskan körfubolta.  Mér finnst líka skemmtilegt að hjálpa þessum strákum sem gerir þetta ennþá betra.  Strákarnir hafa líka tekið mjög vel á móti mér svo aðlögunin hefur bara verið mjög góð.  Það er nú samt svolítið skrítð að vera einn af  gamlingjunum en svona er þetta.

Fer FSu upp í Iceland Express deildina? Ef svo, verður þú þá með þar?
Það er planið eins og staðan er í dag.  Ég konan mín erum að koma i haust og stefnan er að vera á Selfossi.

[email protected]

Mynd: Einar Ben Thorsteinsson

Fréttir
- Auglýsing -