spot_img
HomeFréttirSævar Sævarsson rýnir í bikarleiki dagsins

Sævar Sævarsson rýnir í bikarleiki dagsins

 
Við fengum Sævar Sævarsson lagaspeking og Keflvíking með meiru til þess að rýna í bikarleiki dagsins en Sævar hefur m.a. leikið með Keflavík, Njarðvík og Breiðablik. Rétt eins og flestir býst Sævar við öruggum sigri hjá KR fyrir austan en málin flækjast aðeins með stórleik 32 liða úrslitanna þar sem mætast Stjarnan og Njarðvík.
Höttur-KR
KR tekur þennan leik með 40 enda eru KR-ingar ekki bara þremur númerum of stórir fyrir Hött heldur eru þeir særðir eftir fyrsta tapið af mörgum gegn Keflavík á þessu tímabili. Það kæmi mér ekki á óvart að framkvæmdastjóri Gunnars Majones myndi fara mikinn í leiknum og jafnvel setja tröllatvennu! Höttur hefur verið á hraðri niðurleið síðan Loftur Þór Einarsson yfirgaf Egilstaði og þá tók botninn úr á síðasta tímabili þegar þeir misstu Alfreð Elíasson frá sér eftir sólarhring fyrir austan…
 
Tölur: 104-64 fyrir KR
 
Stjarnan-Njarðvík
Úff, þessi er erfiður. Það virðast margir búast við að "stjörnuhrapið" hljóti að fara birtast okkur en ég er bara ekki svo viss. Þeir eru með flotta samsetningu af liði, bæði fagra leikmenn sem og leiðinlega, sem er nauðsynlegt til að ná langt. Njarðvík missti mikið þegar þeir misstu "naglabyssuna" Magga Gunnars. Þeir virðast enn vera að koma sér í gang en hver veit nema þetta verði leikurinn. Veltur svolítið á því hvort þeir nái sóknarleiknum á flug og þar skipta Gummi Jóns og Jói Ólafs gríðarlega miklu máli. Ef hausinn á þeim verðru til staðar vinnur Njarðvík en ef ekki þá tekur Stjarnan þetta.
 
Annaðhvort liðið vinnur 84-81 en get ómögulega giskað á hvort. X væri vænlegur kostur á Lengjunni…
 
Poweradebikarinn í dag
18:30 Höttur-KR
19:15 Stjarnan-Njarðvík
Fréttir
- Auglýsing -