spot_img
HomeFréttirSævar og Ragna Margrét mikilvægust hjá Haukum

Sævar og Ragna Margrét mikilvægust hjá Haukum

 Haukar héldu sitt árlega lokahóf körfuknattleiksdeildar fyrir skemmstu og var hófið að venju vel sótt. Viðurkenningar voru veittar í nokkrum flokkum og fór það svo í ár að Sævar Ingi Haraldsson og Ragna Margrét Brynjarsdóttir voru valin mikilvægustu leikmenn liðanna. Sævar hlaut þessi verðlaun einnig í fyrra hjá Haukum en Ragna Margrét var að hljóta nafnbótina í fyrsta skipti.
 Auk viðurkenningar fyrir mikilvægasta leikmanninn veittu Haukar nokkur önnur og voru þau Haukur Óskarsson og Margrét Rósa Hálfdanardóttir valin efnilegust, Emil Barja og Guðrún Ámundadóttir bestu varnarmennirnir og Örn Sigurðarson og Dagbjört Samúelsdóttir fyrir mestar framfarir.

Á heimasíðu Hauka má sjá viðurkenningarlistann í heild sinni.

Fréttir
- Auglýsing -