Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við Sævald Bjarnason sem þjálfara 10.-11. flokks karla. Sævaldur mun einnig koma að afreksþjálfun yngri iðkenda deildarinnar í samvinnu við aðra þjálfara.
Sævaldur þjálfaði hjá Val síðastliðinn vetur, en tekst nú á við ný og spennandi verkefni í Garðabænum.
Vilborg Grétarsdóttir formaður barna og unglingaráðs er ánægð með að fá Sævald til starfa, „Við fögnum því að fá jafn reyndan og hæfan þjálfara inn í þjálfarateymi deildarinnar, við göngum spennt til komandi tímabilis.“
Aðspurður sagðist Sævaldur vera mjög ánægður með þessa tilhögun, „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við ný verkefni hjá Stjörnunni, ég get svo loksins farið að klæðast bláu jakkafötunum með stolti sem hafa hangið inni í skáp í nokkur ár.“



