spot_img
HomeFréttirSævaldur og Israel Martin gera upp Norðurlandamótið 2021 "Markmiðið er að búa...

Sævaldur og Israel Martin gera upp Norðurlandamótið 2021 “Markmiðið er að búa til A landsliðs leikmenn”

Norðurlandamóti undir 18 ára drengja og stúlkna lauk í gær í Kisakallio í Finnlandi. Sigrarnir voru fleiri hjá undir 18 ára liði stúlkna þetta árið, en þrátt fyrir það sýndu drengirnir oft lipra takta.

Undir 18 ára drengir unnu einn leik, en töpuðu þremur og höfnuðu í fjórða sæti mótsins. Árangrinum var samt snúið við hjá undir 18 ára stúlkunum, sem unnu þrjá leiki, en töpuðu aðeins einum og enduðu í öðru sætinu.

Karfan spjallaði við þjálfara liðanna að móti loknu, Sævald Bjarnason, þjálfara undir 18 ára liðs stúlkna og Israel Martin, þjálfara undir 18 ára liðs drengja og fékk þá til að gera upp mótið í heild.

Hérna er fréttasíða Körfunnar frá mótinu

Líkt og úrslitin gáfu til kynna var Sævaldur ánægður með stúlknalið sitt og árangur á mótinu, þar sem að lið hans jafnaði besta árangur íslensks liðs á mótinu. Fyrir drengjaliðið sagði Israel Martin þessa reynslu sýna að sigrarnir skipti kannski ekki mestu máli, heldur sé það markmiðið að reyna að búa til A landsliðs leikmenn, leikmenn sem fara í atvinnumennsku eða geta spilað í efstu deild á Íslandi.

Fréttir
- Auglýsing -