spot_img
HomeFréttirSævaldur hættir með Stjörnuna

Sævaldur hættir með Stjörnuna

Sævaldur Bjarnason mun ekki stýra Stjörnunni á næstu leiktíð í Domino´s-deild kvenna. Fram kemur á Facebook-síðu Stjörnunnar að Sævaldur hafi tilkynnt stjórn KKD Stjörnunnar að hann hætti af persónulegum ástæðum en Sævaldur stefnir á að ljúka meistaranámi á næsta ári og ætlar að einbeita sér að því.

Í færslu á Facebook-síðu Stjörnunnar segir einnig:

Sævaldur kom meistarflokk kvenna upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Stjórn Kkd Stjörnunnar þakkar Sævaldi fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Fréttir
- Auglýsing -