spot_img
HomeFréttirSævaldur hættir með Breiðablik

Sævaldur hættir með Breiðablik

Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem þeir tilkynntu að Sævaldur Bjarnason væri hættur sem þjálfari Kópavogsmanna.
 
 
Yfirlýsing:
Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks og Sævaldur Bjarnason þjálfari meistaraflokks karla hafa komist að þeirri niðurstöðu að endurnýja ekki samning Sævaldar um þjálfun meistaraflokks karla en samningurinn rennur út nú í apríl.
 
Sævaldur hefur þjálfað hjá félaginu í 4 ár við mjög góðan orðstýr. Sævaldur hefur í þessi fjögur ár þjálfað fjöldan allan af flokkum, hvort sem er í yngri flokkum karla og kvenna ásamt meistaraflokki karla. Einnig hefur Sævaldur skipað lykilhlutverk við skipulag og umgjörð körfuknattleiksdeildar og skilar af sér mjög öflugum hópi leikmanna hjá félaginu.
 
Körfuknattleiksdeild Breiðabliks þakkar Sævaldi gott starf undanfarinn ár og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
 
Fyrir hönd körfuknattleiksdeildar Breiðabliks.
 
Sigurður Ingi Hauksson
Fréttir
- Auglýsing -