spot_img
HomeFréttirSævaldur ekki með Fjölnir á næsta tímabili

Sævaldur ekki með Fjölnir á næsta tímabili

 

Sævaldur Bjarnason mun ekki þjálfa 1. deildarlið Fjölnis á næsta tímabili. Samkvæmt þjálfaranum fór hann á þess leit við félagið að samningi hans yrði sagt upp eftir þriggja ára starf fyrir félagið.

 

Upsskera þjálfarans stöðugt vaxandi með liðinu, sem vann aðeins einn leik á sínum fyrstu tveimur tímabilum áður en að þeir urðu svo 17 á þessu síðasta, en Fjölnir missti af sæti í deild þeirra bestu fyrr í vikunni eftir að þær þurftu að lúta í lægra haldi gegn KR í úrslitaeinvígi.

 

Segir Sævaldur í samtali við Körfuna að mikil uppbygging hafi staðið yfir á þessum tíma hans hjá félaginu og að þennan síðasta vetur hafi árangurinn verið flottur miðað við síðustu ár. 

 

Segist hann enn frekar hafa í hyggju að leita á önnur mið og takast á við nýjar áskoranir hjá einhverju öðru liði sem vill metnaðarfullan þjálfara sem leggur allt í starfið.

Fréttir
- Auglýsing -