Annar dagur EM hér í Berlín runninn upp og í dag spila drengirnir sinn annan leik í mótinu. Klukkan 18:00 að staðartíma (16:00 ÍSL) hefst leikur Íslendinga gegn Ítalíu. Bæði þessi lið töpuðu sínum leikjum í gær en Ítalir töpuðu á loka sekúndum leiksins gegn Tyrkjum í gær. Nokkuð óvænt að mörgum fannst en ekki má gleyma að Tyrkir eru ekki bara með sterkt lið heldur voru eru þeir nánast á heimavelli hér í Berlín, slíkur var stuðningur þeirra úr stúkunni.
Ítalir eru ekkert að tefla fram neinum aukvissum. Marco Belinelli (Sacramento Kings), Luigi Datome (fv. Boston Celtics), Andrea Bargnani (Brooklyn Nets) og Danilo Gallinari (Denver Nuggets) eru fjórir af fimm í byrjunarliði liðsins. Danilo Gallinari fór á kostum í gær gegn Tyrkjum og setti niður 34 stig. Restin af leikmönnum þeirra spila svo heimafyrir með stórliðum á Ítlalíu. Þremur þeirra mætti Jón Arnór í Euroleague með liði Malaga gegn Milano, þeim Daniel Hackett, Alessandro Gentile, Andrea Cinciarinni og Ricardo Cervi.
Dagurinn hefst hinsvegar á leik Þjóðverja og Serba kl 15:00 (13:00 ÍSL) og svo eftir leik Íslendinga og Ítala spila Spánverjar og Tyrkir kl 21:00 (19:00 ÍSL)




