spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSænskur landsliðsmaður til Tindastóls

Sænskur landsliðsmaður til Tindastóls

Það hefur ekki þornað blekið á Sauðárkróki þessa dagana en í dag var tilkynnt að liðið hefði samið við Thomas Massamba um að leika með liðinu í efstu deild á næstu leiktíð. Thomas Kalemba-Massamba lék með Pheonix Brussels í Belgíu á síðustu leiktíð þar sem hann var með fjögur stig að meðaltali í leik í sterkri deild.

Thomas er sænskur landsliðsmaður sem var í byrjunarliði Svía í síðasta landsliðsglugga. Tindastóll hefur í sumar tryggt sér þjónustu þeirra Javon Bess, Taiwo Badmus, Sigtrygg Arnar Björnsson og Sigurð Gunnar Þorsteinssonar á næstu leiktíð og ætla sér greinilega stóra hluti á komandi leiktíð.

Tilkynningu Tindastóls má sjá hér að neðan:

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við Thomas Massamba um að leika með meistaraflokki karla næsta tímabil.

Thomas Massamba er sænskur landsliðsmaður sem var byrjunarliðsmaður fyrir svía í seinasta landsliðsglugga. Hann er bakvörður með mikla reynslu og mest þekktur fyrir að spila góðan varnarleik,leikskilning og leiðtogahæfni. Hann er 35 ára gamall og hefur reynsluna af því að vinna titla á sýnum langa atvinnumannaferli þá hefur hann unnið titla í Svíþjóð,Búlgaríu,Kýpur,Kosovo og Tékklandi. Á seinustu leiktíð spilaði hann í efstu deild í Belgíu en sú deild er mjög sterk.

Stjórn hlakkar til að sjá Thomas á parketinu í síkinu í ágúst.

Fréttir
- Auglýsing -