spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSænskur landsliðsframherji til Grindavíkur

Sænskur landsliðsframherji til Grindavíkur

Grindavík hefur gengið frá samning við Ellen Nyström fyrir komandi leiktíð í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú í kvöld.

Ellen er 185 cm sænskur framherji sem leikið hefur sem atvinnumaður síðan hún kláraði feril sinn í bandaríska háskólaboltanum árið 2017. Hún kemur til Grindavíkur frá Zaragoza á Spáni, en þá hefur hún einnig leikið í EuroLeague og fyrir félög í heimalandinu Svíþjóð.

Þá hefur Ellen verið leikmaður sænska landsliðsins og var með þeim á lokamóti EuroBasket nú í sumar. Þess má einnig geta að á háskólaferil sínum lék hún með öðrum nýjum leikmanni Grindavíkur Emilie Hesseldal, en þær voru liðsfélagar í þrjú ár með Colorado State.

Fréttir
- Auglýsing -