spot_img
HomeFréttirSænska: Jakob stigahæstur kvöldið sem hann var vígður inn í frægðarhöll BSC

Sænska: Jakob stigahæstur kvöldið sem hann var vígður inn í frægðarhöll BSC

Jakob Örn Sigurðarson var í kvöld stigahæstur þegar Sundsvall Dragons hafði betur gegn ecoÖrebro á útivelli. Stórt kvöld hjá Jakobi sem einnig var vígður inn í frægðarhöll Birmingham Southern College en gat skiljanlega ekki verið viðstaddur sökum vinnu sinnar.
 
ecoÖrebro 79-92 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur Drekanna með 22 stig og 3 fráköst og Pavel Ermolinski bætti við 20 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum. Viðeigandi að Jakob skyldi vera stigahæstur í kvöld en í Bandaríkjunum fer fram athöfn þar sem Jakob verður vígður inn í frægðarhöll Birmingham Southern College þar sem hann lék á námsárum sínum. Til hamingju Jakob.
 
Jamtland 89-98 Norrköping Dolphins
Brynjar Þór Björnsson gerði 11 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á tæpum 27 mínútum hjá Jamtland í kvöld.
 
LF Basket 89-80 08 Stockholm HR
Helgi Magnússon var stigahæstur í liði 08 í kvöld með 17 stig, 2 fráköst og 2 stolna bolta en Helgi lék í tæpar 28 mínútur í leiknum.
 
Fréttir
- Auglýsing -