spot_img
HomeFréttirSæfell leiðir í hálfleik með flautukörfu

Sæfell leiðir í hálfleik með flautukörfu

20:01

Snæfellingar leiða í hálfleik í Mestarakeppni KKÍ í Toyota-höllinni í Keflavík.  Segja má að seinni hálfleikur tvíhöfða dagsins fari mun rólegri af stað en sá fyrri því leikurinn er ekki jafn hraður og sá fyrri og lítið um fína drætti í sóknarleik liðana.  Keflvíkingar hafa pressað stíft allan leikinn og gert Snæfellingum lífið leitt en þrátt fyrir það hafa Snæfellingar eins stigs forskot í hálfleik, 37-38, eftir glæsilega flautukörfu frá Sigurðu Þorvaldssyni.  Hægt er að fylgjast með leiknum í “lifandi leiklýsingu” á www.kki.is
Stigahæstir í hálfleik hjá Keflavík er Sverrir Þór Sverrisson með 10 stig en næstir eru Sigurður Þorsteinsson með 9 stig og aðrir minna.  Hjá Snæfell er Sigurður Þorvaldsson með 14 stig en næstir eru Atli Rafn Hreinsson með 8 stig og Kristján Andrésson með 6 stig. 

Fréttir
- Auglýsing -