spot_img
HomeFréttirSá þriðji í fágætan hóp

Sá þriðji í fágætan hóp

Kristinn Óskarsson dæmdi leik númer 2000 fyrir KKÍ í gærkvöldi er hann dæmdi leik Hauka og Njarðvíkur í Subway deild kvenna.

Með leiknum komst Kristinn í fágætan hóp dómara sem dæmt hafa 2000 leiki eða fleiri. Fyrstu var Rögnvaldur Hreiðarson, en honum fylgdi á hæla Sigmundur Már Herbertsson.

Fyrsti leikur Kristins var þann 22. nóvember 1987 og telur þessi ferill hans rúm 36 ár. Í leiknum í gær voru meðdómararnir þeir Jón Þór Eyþórsson og Bjarni Rúnar Lárusson en þegar Bjarni fæddist hafði Kristinn dæmt í 2 og hálft ár.

Fréttir
- Auglýsing -