spot_img
HomeFréttirSá stóri mættur í hús

Sá stóri mættur í hús

Íslandsmeistaratitillinn er mættur í hús í Stykkishólmi en takist Snæfell að leggja bikarmeistara Hauka að vell í kvöld þá fer sá stóri á loft! Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 en staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Snæfell.
 
 
Snæfell á kost á því í kvöld að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvennaflokki og það er engu til sparað að þessu sinni. Sjálfur meistari Páll Óskar Hjálmtýsson mun taka lagið fyrir leik og mannfjöldinn er að týnast í hús og von á fjölmenni. Þá er Chynna Unique Brown komin á leikskýrslu og verður forvitnilegt að sjá að hve miklu magni hún geti beitt sér í Snæfellsliðinu.

Nú er bara stóra spurningin sú, tekst Haukum að spilla gleðinni eða standast Hólmarar álagið og fagna sínum fyrsta titli fyrir framan sitt heimafólk?

  
Snæfell-Haukar
Úrslit Domino´s deildar kvenna 
Leikur 3 – kl. 19:15
Fréttir
- Auglýsing -