spot_img
HomeFréttirRyan Pettinella og Helga Hallgrímsdóttir best hjá Grindavík

Ryan Pettinella og Helga Hallgrímsdóttir best hjá Grindavík

Ryan Pettinella var valinn mikilvægasti leikmaður Grindvíkur þetta árið hjá meistaraflokki karla og Helga Hallgríms hlaut nafnbótina besti leikmaðurinn hjá meistaraflokki kvenna á lokahófi liðsins sem haldið var á Northern light inn 20. apríl síðastliðinn og samkvæmt heimasíðu Grindavíkurliðsins tókst hófið mjög vel í alla staði.
 
 
Þau Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir voru valin efnilegustu leikmennirnir og Ármann Vilbergsson og Berglind Anna Magnúsdóttir hlutu verðlaun fyrir mestar framfarir.
Mynd: Ólafur Ólafsson og Ármann Vilbergsson hlutu viðurkenningu fyrir efnilegasta leikmanninn og mestar framfarir – umfg.is
 
Fréttir
- Auglýsing -