Hólmarar greina frá því í dag að Ryan Amoroso sé við það að mæta til landsins og verði klár með Snæfell gegn KR næsta fimmtudag í Domino´s deild karla. Áður hefur verið greint frá því að Amoroso mun leysa Asim McQueen af hólmi.
McQueen hefur þegar yfirgefið herbúðir Hólmara og er honum á heimasíðu Snæfells þakkað sitt framlag til klúbbsins á vertíðinni.