RÚV hefur náð samningum við FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandið, um beinar útsendingar frá lokaleikjum Heimsmeistaramótsins í körfubolta á Spáni. Þetta kemur fram á RÚV.is í dag.
Undanúrslit mótsins hefjast á morgun og verða báðir undanúrslitaleikirnir, bronsleikurinn og úrslitaleikurinn sjálfur sýndir beint á RÚV íþróttum.
Dagskráin RÚV íþrótta frá HM í körfubolta:
Fimmtudagur 11. september kl. 19:00 Bandaríkin gegn Litháen.
Föstudagur 12. september kl. 20:00 Frakkland/Spánn gegn Serbíu/Brasilíu (þessi lið mætast í 8-liða úrslitum í kvöld).
Laugardagur 13. september kl. 16:00 Bronsleikurinn
Sunnudagur 14. september kl. 19:00 Úrslitaleikurinn
Leikina verður einnig hægt að sjá á netinu á www.ruv.is/beint



