Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Skallagríms, hyggst leika áfram í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á næsta ári. Þar með er það ljóst að Sigtryggur mun yfirgefa herbúðir Borgnesinga en liðið féll í fyrstu deild í gær eftir tap gegn ÍR.
Sigtryggur var með ákvæði í samningi sínum við Skallagrím að hann mætti fara frá félaginu ef fall yrði staðreynd og nú ætlar þessi snjalli bakvörður að virkja það ákvæði.
Í samtali við íþróttadeild RÚV, sagðist Sigtryggur vera fullviss að hann ætti heima í úrvalsdeildinni og hvergi annars staðar.
„Ég er bara að bíða eftir tilboðum og skoða það í rólegheitum. Ef enginn tilboð berast hins vegar, þá tek ég slaginn með Skallagrími í fyrstu deildinni á næsta tímabili.“
Mynd/ [email protected]



