spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaRut Herner tekur slaginn með Þór Ak

Rut Herner tekur slaginn með Þór Ak

Það var nóg að gera á skrifstofu körfuknattleiksdeildar Þórs Akureyri í gær þegar átta leikmenn sömdu við kvennalið félagsins. Stærstu fregnirnar eru þær að leikjahæsti leikmaður kvennaliðs Þórs, Rut Herner Konráðsdóttir hefur endurnýjað samning við liðið og tekur slaginn í 1. deildinni á komandi leiktíð. 

Á heimasíðu Þórs segir: Rut Herner tók sér frí fram körfubolta fyrri hluta síðasta tímabils en kom aftur inn síðari hluta tímabils og lék þá eins og sá sem völdin hefur innan vallar. Tölfræði Rutar í þessu leikjum sem hún spilaði var sérlega glæsileg 13.8 stig að meðaltali í leik, 7,2 fráköst og 1,8 stoðsending. Rut er uppalinn Þórsari og er í hópi leikjahæstu körfuboltakvenna hjá Þór.

 

Við sama tækifæri skrifuðu sjö leikmenn undir samning við liðið, það voru þær: Særós Gunnlaugsdóttir, Karen Lind Helgadóttir, Marta Bríet Aðalsteinsdóttir, Eva Wium Elíasdóttir, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, Hafdís Ellertsdóttir og Ásgerður Jana Ágústsdóttir.

 

Helgi Rúnar þjálfari Þórs segir í samtali við Thorsport.is „Það er ávallt vera ánægjuleg tíðindi að sjá leikmenn undirrita samninga og það ekki síst þegar um jafn miklar leikmannabreytingar eiga sér stað eins og nú er. Liðið lítur út fyrir að vera mjög ungt en jafnframt efnilegt í vetur og margar nýjar í liðinu sem fá tækifæri að spreyta sig á stóra sviðinu.

 

"Umgjörð kvennaliðsins hjá Þór hefur breyst heilmikið nú á einu ári með góðu átaki og er orðin til fyrirmyndar fyrir þá leikmenn sem vilja ná langt í körfuboltanum á Akureyri og því kannski synd að missa svona marga leikmenn frá okkur nú. Ennþá er þó nægur tími fyrir nýja leikmenn að koma inn í liðið og með jákvæðnina að vopni sé ég ekkert nema bjarta og skemmtilega tíma framundan hjá Þór Akureyri í körfuboltanum. Það er nóg eftir af bleki í pennanum og á meðan svo er að þá tökum við vel á móti leikmönnum sem hafa áhuga að vera með okkur í vetur” sagði Helgi Rúnar og brosti hringinn. 
 

Fréttir
- Auglýsing -